Get­ur haft áhrif á gáttatif og -flökt

 | Morg­un­blaðið | 14.10.2020 

Get­ur haft áhrif á gáttatif og -flökt

 

Efni sem fylgja meng­un frá um­ferð voru skoðuð í rann­sókn­inni. 

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ágúst Ingi Jóns­son skrifar

aij@mbl.is

Niður­stöður meist­ara­rit­gerðar frá lækna­deild Há­skóla Íslands gefa til kynna að skamm­tíma­hækk­un á styrk köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs (NO2) teng­ist bráðakom­um á spít­ala vegna hjarta­sjúk­dóma, sér­stak­lega vegna gáttatifs, gátta­flökts og annarra hjart­slátt­ar­trufl­ana. Þetta mun vera fyrsta rann­sókn­in á Íslandi sem finn­ur sam­band milli loft­meng­un­ar og hjart­slátt­ar­trufl­ana.

Sól­veig Hall­dórs­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Sól­veig Hal­dórs­dótt­ir er höf­und­ur rit­gerðar­inn­ar og var mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar að meta sam­band skamm­tíma hækk­un­ar á um­ferðarmeng­un við bráðakom­ur á spít­ala vegna hjarta­sjúk­dóma, önd­un­ar­færa­sjúk­dóma og heila­blóðfalla. Gögn frá 12 ára tíma­bili, 2006-2017, voru skoðuð. Á þeim tíma voru 9.500 kom­ur á Land­spít­al­ann vegna gáttatifs og gátta­flökts, en sum­ir ein­stak­ling­anna komu oft­ar en einu sinni.

Sterk­ara sam­band hjá kon­um

Sól­veig seg­ir að sterk­ara sam­band hafi verið hjá kon­um held­ur en körl­um. Sterk­asta sam­bandið hafi fund­ist milli auk­ins styrks köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs og koma á spít­ala vegna gáttatifs og gátta­flökts hjá kon­um yngri en 70 ára. Í kjöl­far 10 míkró­gramma hækk­un­ar á köfn­un­ar­efn­is­díoxíði hafi verið 11% meiri lík­ur á að kon­ur í þess­um hópi kæmu sam­dæg­urs á spít­ala vegna gáttatifs eða gátta­flökts og 7% meiri lík­ur á að þær kæmu dag­inn eft­ir á spít­ala vegna gáttatifs og gátta­flökts. Hjá eldri kon­um hafi verið 4% meiri lík­ur á kom­um vegna gáttatifs og gátta­flökts þegar köfn­un­ar­efn­is­díoxíð hafði hækkað um 10 míkró­grömm dag­inn áður. Einnig hafi fund­ist mark­tæk aukn­ing í kom­um vegna annarra hjart­slátt­ar­trufl­ana.

Um­ferðarmeng­un­ar­efn­in sem voru skoðuð í rann­sókn­inni voru köfn­un­ar­efn­is­díoxíð, gróft svifryk, fínt svifryk og brenni­steins­díoxíð. Leiðrétt var fyr­ir áhrif­um hita­stigs, raka­stigs og brenni­steinsvetn­is. Brenni­steinsvetni er efni sem einkum berst til höfuðborg­ar­svæðis­ins frá jarðvarma­virkj­un­un­um á Hell­is­heiði og Nesja­völl­um. Sól­veig seg­ir að mark­tæk­ar niður­stöður hafi einnig fund­ist fyr­ir tengsl annarra meng­un­ar­efna og bráðakoma á spít­ala, en þau sam­bönd hafi verið veik­ari og ekki sýnt ákveðið mynstur eins og hvað varðar köfn­un­ar­efn­is­díoxíð.

Nei­kvæð áhrif á lýðheilsu

Í út­drætti rit­gerðar­inn­ar seg­ir að loft­meng­un sé tal­in eitt helsta um­hverf­is­vanda­mál heims­ins í dag. Niður­stöðurn­ar bendi til nei­kvæðra áhrifa loft­meng­un­ar á lýðheilsu Íslend­inga. Á Íslandi séu loft­gæði yf­ir­leitt mik­il en þó geti mælst meng­un yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um í þétt­býli. Fyrri rann­sókn­ir hafi sýnt sam­band milli loft­meng­un­ar í Reykja­vík og nei­kvæðra heilsu­farsáhrifa.

Sól­veig er hjúkr­un­ar­fræðing­ur í grunn­inn og út­skrif­ast sem um­hverf­is- og auðlinda­fræðing­ur frá HÍ 23. októ­ber og hef­ur ný­lega hafið störf á Um­hverf­is­stofn­un. Hún og leiðbein­end­ur henn­ar í meist­ara­verk­efn­inu, þau Ragn­hild­ur Guðrún Finn­björns­dótt­ir og Vil­hjálm­ur Rafns­son, stefna að því að birta niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar í er­lendu ritrýndu vís­inda­riti.

Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 13. októ­ber. 

 

Hug­ar­fars­breyt­ing þörf í garð aldraðra

Hug­ar­fars­breyt­ing þörf í garð aldraðra

mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Stór hluti starfs­manna í heimaþjón­ustu verður var við of­beldi gegn öldruðum. Þetta seg­ir Sigrún Ingva­dótt­ir, fé­lags­ráðgjafi og deild­ar­stjóri Þjón­ustumiðstöðvar Laug­ar­dals og Háa­leit­is í Reykja­vík, í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Sam­kvæmt skil­grein­ingu Alþjóða heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar felst of­beldi gagn­vart öldruðum í ein­stakri eða end­ur­tek­inni at­höfn eða skorti á at­höfn­um af hálfu þess/þ​eirra aðila sem hinn aldraði ætti að geta treyst. Þetta at­ferli veld­ur hinum aldraða skaða eða and­legri þján­ingu.

Sigrún seg­ir að starfs­menn í heimaþjón­ustu séu í lyk­ilaðstöðu til að greina of­beldi gegn öldruðum og koma þolend­um til hjálp­ar. Mik­il­vægt sé því að veita starfs­fólk­inu ráðgjöf og gefa því skýr­ar leiðbein­ing­ar og stuðning og ekki síður að það sé vel þjálfað til þess að greina og meðhöndla grun­semd­ir um of­beldi.

Vilja þjóðarsátt um kjör eldri borgara og öryrkja

Formaður fjárlaganefndar vill aðstoða þá verst stöddu

Guðni Einarsson gudni@mbl.is

„Við getum ekki horft upp á það að einhverjir eigi vart til hnífs og skeið- ar árið 2016,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hún kvaðst hafa tekið málefni eldri borgara og öryrkja upp á þingflokksfundi Framsóknarflokksins á mánudaginn var. „Nú verðum við á einhvern hátt að finna leiðir til að koma þessum skilgreinda 9.500 manna hópi sem verst stendur til að- stoðar,“ sagði Vigdís. Hún sagðist hafa verið að hugsa um þessi mál síð- an í fjárlagagerðinni og telur hún að nokkrar leiðir geti komið til greina. Áskorun til landsfeðra Fjölmennur fundur Íslendinga sem staddir voru á Kanaríeyjum fyrr í mánuðinum samþykkti áskorun til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að þeir beittu sér fyrir því „að þjóðarsátt verði komið á í málefnum eldri borgara og öryrkja á árinu 2016“. Eins mun hafa komið fram á fundinum að eldra fólki þætti ekkert jafn mikilvægt og að höggvið yrði á hnúta skerðinga á bótum og réttindum. Vigdís var á fundinum þegar áskorunin var borin upp og sam- þykkt með lófataki. Viku áður hafði hún haldið ræðu á vikulegum fundi Íslendinga á Sportbarnum á Gran Canaria. Þar voru rúmlega 100 manns. Finna þarf leiðir til lausnar „Þarna er starfandi Framsóknarfélag í „syðstakjördæmi“. Úr því að ég var þarna stödd var ég beðin að tala á reglubundnum laugardagsfundi,“ sagði Vigdís. „Landsmálin voru rædd og kjör eldri borgara og öryrkja. Ég fór yfir tölur sem fjárlaganefnd fékk rétt fyrir jólin.“ Vigdís sagði að samkvæmt þeim væri staðan erfið hjá um 4.500 eldri borgurum og um 5.000 öryrkjum. „Ég sagði að það þyrfti að koma þessum hópi á einhvern hátt til hjálpar. Það er verkefni stjórnmálanna nú fram á vor að finna út úr því hvaða leið er best í samvinnu við fjármálaráð- herra.“ Vigdís kvaðst einnig hafa farið yfir 9,7% hækkun almannatrygginga á fjárlögum 2016. „Tæplega 10% hækkun á einu ári er mjög góður árangur að mínu mati. Enda byggist hún á 69. grein almannatryggingalaga sem er í raun kjaradómur þessara hópa. Þar er uppskrift að því hvernig hækkanir til þessara hópa eru fundnar út.“

 

Hækkun bóta » Í 69. grein laga um almannatryggingar (100/2007) segir: » „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“

Eldri borg­ar­ar noti skúr­ingaró­bóta

Hátt í sextíu eldri borgarar í einu hverfi Reykjavíkurborgar hafa fengið skilaboð á síðustu dögum ...stækka

Hátt í sex­tíu eldri borg­ar­ar í einu hverfi Reykja­vík­ur­borg­ar hafa fengið skila­boð á síðustu dög­um um skerta þjón­ustu.

Mynd: Ómar Óskars­son

Hátt í sex­tíu eldri borg­ar­ar í Háa­leiti, Laug­ar­dal og Bú­staðahverfi í Reykja­vík fá ekki leng­ur heim­sókn frá heimaþjón­ustu borg­ar­inn­ar sem staðið hef­ur þeim til boða einu sinni til tvisvar í mánuði. Þetta er af­leiðing bágr­ar fjár­hags­stöðu borg­ar­inn­ar og munu nú aðeins þeir sem enn dvelja heima og eru veik­ast­ir fá aðstoð. Aðrir verða að leita til ætt­ingja eða kaupa þjón­ust­una á al­menn­um markaði.

Deild­ar­stjóri þjón­ustumiðstöðvar Laug­ar­dals og Háa­leit­is seg­ir þjón­ust­una geta skipt miklu fyr­ir fólkið, til að mynda fyr­ir sjálfs­virðingu þess. Starfs­fólkið sé síður en svo ánægt að þurfa að skerða þjón­ust­una á þenn­an hátt en nú sé komið að þol­mörk­um.

Bend­ir hún á að tækni á borð við ryk­sugu- og skúr­ingaró­bóta geti ein­hverju leyti komið í stað þjón­ust­unn­ar sem felld hef­ur verið niður.

Bent á að hafa sam­band við börn­in

mbl.is barst ábend­ing frá eldri borg­ara í einu af of­an­töld­um hverf­um sem hef­ur hingað til fengið heimaþjón­ustu einu sinni í mánuði. Hann átti von á heim­sókn starfs­manns á næstu dög­um en þarf nú að leita annað, eða hafa sam­band við börn sín líkt og starfsmaður þjón­ustumiðstöðvar­inn­ar benti hon­um á að gera.

Þjónustan skiptir sköpum fyrir fólkið.

Þjón­ust­an skipt­ir sköp­um fyr­ir fólkið.

Mynd: Ómar Óskars­son

Sigrún Ingvars­dótt­ir, deild­ar­stjóri þjón­ustumiðstöðvar Laug­ar­dals og Háa­leit­is, seg­ir að þjón­ustumiðstöðin hafi aðeins ákveðinn fjár­hagsramma til að veita þjón­ustu í hverf­un­um og þegar hafi verið farið yfir fjár­heim­ild­ir.

„Heimaþjón­usta hef­ur verið að aukast til þeirra sem eru veik­ast­ir þannig að not­end­um sem fá þjón­ustu hef­ur ekki fjölgað, held­ur er veik­ara fólk heima og við höf­um látið það ganga fyr­ir,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Sigrún seg­ist ekki sjá fram á að fá aukið fjár­fram­lag og því þurfi að grípa til hagræðing­araðgerða. Ekki verður gripið til upp­sagna held­ur verður starfs­fólk fært til þannig að aðeins þeim veik­ustu verði sinnt og mun það bitna á þeim sem hafa verið að fá minnstu þjón­ust­una.

Veik­asta fólkið þarf fleiri inn­lit.

Sigrún bend­ir á að þeir sem eru veik­ast­ir þurfi fleiri inn­lit og meiri viðveru. Þá hafi stefn­an verið sú að fólk geti verið heima sem lengst og verið sé að bregðast við því. „Við höf­um verið að sjá frá því að borg­in tók yfir heima­hjúkr­un árið 2009 en frá þeim tíma hef­ur jafn og þétt auk­ist að fólk sé veik­ara heima og út­skrif­ist fyrr af spít­ala,“ seg­ir hún.

Starfsfólkið hefur aðstoðað við ýmis þrif á heimili fólksins einu sinni til tvisvar í mánuði.

Starfs­fólkið hef­ur aðstoðað við ýmis þrif á heim­ili fólks­ins einu sinni til tvisvar í mánuði.

Mynd: Ómar Óskars­son

Hingað til hafi verið hægt að bregðast við ástand­inu en nú sé komið að þol­mörk­um. „Við höf­um lagt áherslu á að veita þjón­ustu til þeirra sem eru veik­ast­ir en það er ekki þar með sagt að þau sem þurfi minni þjón­ustu séu ekki í þörf fyr­ir þjón­ustu. Held­ur er það þjón­usta sem auðveld­ara er að nálg­ast á al­menn­um markaði,“ seg­ir Sigrún.

Niður­skurður­inn hef­ur ein­skorðast við Háa­leitið síðustu daga en bend­ir Sigrún á að hans gæti orðið vart víðar næstu daga, jafn­vel í öðrum hverf­um borg­ar­inn­ar. Hingað til hafa hátt í sex­tíu manns fengið sím­tal frá þjón­ustumiðstöðinni um að þjón­ust­an sé ekki leng­ur í boði.

Ryk­suga, skúra og þrífa baðher­bergi.

Aðstoðin sem fólkið hef­ur fengið get­ur skipt sköp­um að sögn Sigrún­ar. „Við horf­um á að skerða síður þjón­ustu hjá þeim sem eiga litl­ar aðrar bjarg­ir, geta keypt sér þjón­ustu ann­ars staðar eða eiga góða að. Þetta skipt­ir mjög miklu fyr­ir sjálfs­virðingu hjá fólki að halda hreinu í kring­um sig, að geta boðið fólki heim og líða vel á heim­ili sínu í hreinu um­hverfi,“ seg­ir hún.

Sífellt fleiri eru útskrifaðir fyrr af sjúkrahúsi og dvelja veikir og ósjálfbjarga heima.

Sí­fellt fleiri eru út­skrifaðir fyrr af sjúkra­húsi og dvelja veik­ir og ósjálf­bjarga heima.

Mynd: Ern­ir Eyj­ólfs­son

„Það er svo margt sem ætt­ingj­ar eru að aðstoða með, fara til lækn­is eða í búðina, eitt­hvað sem við höf­um síðar komið að þegar ætt­ingj­ar eru. Þarna er þetta að bæt­ast við, þetta er ekk­ert sem við erum mjög hress yfir að þurfa að skerða,“ seg­ir Sigrún.

Aðstoðin felst aðallega í al­menn­um heim­il­isþrif­um, líkt og að ryk­suga og skúra heim­ilið og þrífa baðher­bergi. Þá hafa sum­ir fengið aðstoð við að skipta á rúm­um. „Þeir sem er verið að skerða hjá hafa getað haldið heim­il­inu við á milli heim­sókna,“ seg­ir Sigrún. Skerðing­in nær til hátt í sex­tíu eldri borg­ara en þrátt fyr­ir það seg­ir hún að viðbrögðin hafi verið ótrú­lega lít­il.

Hægt að nota ryk­sugu- og skúr­ingaró­bóta.

Að mati Sigrún­ar þarf að vera hægt að hugsa heimaþjón­ust­una upp á nýtt. Á Íslandi hafi marg­ir fengið þjón­ustu en minna til hvers á eins. Hún nefn­ir Norður­lönd­um sem dæmi og seg­ir að þar hafi ým­is­legt breyst í þesum mál­um. Í Svíþjóð fái til að mynda mun lægra hlut­fall af eldri borg­un­um heimaþjón­ustu. Þeir sem fái þjón­ustu fái aft­ur á móti mikla þjón­ustu.

„Þetta er aðeins að breyt­ast hjá okk­ur núna. Svo má líka hugsa hvaða tæki eru kom­in ný inn, til dæm­is ryk­sugu- og skúr­ingaró­bót­ar. Þetta hef­ur minna verið tekið í notk­un og ætti að geta létt heil­mikið þjón­ustu,“ seg­ir Sigrún. Hún bæt­ir við að hugsa þurfi út fyr­ir ramm­ann því í framtíðinni verði ekki hægt að sinna heimaþjón­ustu að öllu leyti vegna hærra hlut­falls eldri borg­ara.

„Við þurf­um að horfa til þess hvort við get­um notað meiri tækni til þess að sjá um þó þenn­an þátt, þessi þrif og veitt betri mann­legri þjón­ustu til þeirra sem eru fast­ir heima við,“ seg­ir Sigrún að lok­um.