Lífeyrisgreiðslur geta hækkað um 90 þúsund á mánuði.

Lífeyrisgreiðslur geta hækkað um 90 þúsund á mánuði

Rúmlega 32 þúsund einstaklingar 67 ára og eldri fengu greiddan lífeyri frá Tryggingastofnun um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun. Ekki fá allir eftirlaunaþegar lífeyrisgreiðslur frá TR. Rúmlega 500 einstaklingar sem orðnir eru 67 ára eru  með úrskurð um lífeyri en fá hann ekki því þeir eru of tekjuháir. Þeir fá ekki greiðslur samkvæmt núgildandi lögum  og ekki heldur samkvæmt nýju lögunum sem taka gildi um áramótin.  Þegar tölur yfir þá sem hækka þegar breytingar á lögum um almannatryggingar taka gildi kemur í ljós að lífeyrir rúmlega rúmlega 860 karla og kvenna með tekjur undir 300 þúsund krónum lækkar.  Samkvæmt upplýsingum frá TR er ein helsta skýringin á því  sú að margir í þessum hópi eru „búsetuskertir“ það er þeir hafa ekki búið nógu og lengi á Íslandi til að eiga fullan rétt á greiðslum frá TR. Ýmist er þetta fólk sem flutt hefur til landsins á efri árum eða Íslendingar sem bjuggu stóran hluta starfsævi sinnar í útlöndum.

 Taflan sýnir fjölda þeirra sem fá hækkun bóta og líka þá sem sæta lækkunum og þá sem standa í stað, skipt upp eftir tekjuflokkum.

Taflan sýnir fjölda þeirra sem fá hækkun bóta og líka þá sem sæta lækkunum og þá sem standa í stað, skipt upp eftir tekjuflokkum. (Tafla frá TR)

Langfjölmennasti hópurinn sem sætir skerðingu eru þeir sem eru með 400 þúsund eða meira á mánuði. Í þann hóp falla 3.500 lífeyrisþegar.  Helsta ástæða fyrir skerðingum þessa hóps er að samkvæmt nýju lögunum var afnuminn sú regla að lífeyrissjóðsgreiðslur skerði ekki grunnlífeyri en sú upphæð nemur 40 þúsund krónum á mánuði í dag. Þeir hinir sömu verða því af hálfri milljón króna á ári.

Mikill meirihluti 67 ára og eldri fær þó hækkanir þegar nýju lögin taka gildi en lífeyrisgreiðslur til rúmlega 28.600 einstaklinga hækka eða rétt tæplega 94 prósent þeirra sem fá lífeyri.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í blaði Sambands eldri sjálfstæðismanna að nýju lögin um almannatryggingar feli í sér mestu kjarabætur

Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson.

sem eldri borgar hafa fengið um árabil.  Hann tók dæmi um þrjá einstaklinga sem allir hækka við gildistöku laganna.

Í fyrsta dæminu er tekið dæmi af einstaklingi sem í dag er með 50 þúsund í lífeyrisgreiðslur á mánuði og jafn háa upphæð í aðrar tekjur. Greiðslur til hans hækka um ríflega 90 þúsund krónur á mánuði á næstu tveimur árum. Fara úr 167 þúsund krónum á mánuði í ríflega 237 þúsund á mánuði um næstu áramót. Seinni hækkunin kemur til framkvæmda 1. jan 2018 en þá hækka mánaðar greiðslurnar um 20 þúsund krónur og nema eftir það 257 þúsund krónum á mánuði.

Þá er tekið dæmi af einstaklingi sem er með 150 þúsund á mánuði í lífeyristekjur en engar aðrar tekjur. Hann fær nú 142 þúsund á mánuði, hann hækkar í 209 þúsund krónur um áramótin og í 229 þúsund krónur á mánuði 1. jan 2018. Alls nemur hækkunin 87 þúsund krónum á mánuði á tímabilinu.

Þriðja dæmið er svo af einstaklingi sem hefur engar lífeyrissjóðsgreiðslur. Hann fær á þessu ári 247 þúsund krónur á mánuði en hækkar í 280 þúsund krónur á mánuði um áramótin og  í 300 þúsund krónur á mánuði 1.jan 2018. Hækkunin á tímabilinu nemur 53 þúsund krónum á mánuði.

Í öllum þessum þremur dæmum er reiknað með að einstaklingurinn búi einn og fái heimilisuppbót.

Bjarni segir að efnisatriðum nýju laganna megi skipta niður í þrjá punkta. „Í fyrsta lagi verður kerfið einfaldara, sanngjarnara og réttlátara; í öðru lagi fara lágmarksréttindi upp í 300 þúsund krónur og í þriðja lagi verður lögleitt frítekjumark sem er mikið sanngirnismál.

Eldri borgarar greiða lífeyri sinn sjálfir!

Eldri borgarar greiða lífeyri sinn sjálfir!

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson skrifar

Umræðan á alþingi um lífeyrisþega er eins og eldri borgarar og öryrkjar séu mikil byrði á þjóðfélaginu.En samanburður við hin Norðurlöndin leiðir í ljós,að svo er ekki.Hér á landi eru lífeyrisþegar hlutfallslega færri en á hinum Norðurlöndunum.Lífeyrisþegar eru hér 22% af öllum íbúum landsins. En á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall miklu hærra eða sem hér segir:Noregur 29%,Danmörk 28%,Svíþjóð 29% og Finnland 32%.

Ef litið er á útgjöld hins opinbera til lífeyrisþega kemur í ljós,að þau eru langminnst hér á Norðurlöndunum öllum. Staðreyndirnar eru þessar: Ellilífeyrisþegar greiða sjálfir stærstan hluta lífeyris síns.75% af lífeyri eldri borgara kemur úr lífeyrissjóðunum,þ.e. frá þeim sjálfum. Þetta er m.ö.o. lífeyrir,sem eldri borgarar hafa safnað á langri starfsævi.Á hinum Norðurlöndunum er þessu öðru visi farið. Þar verður ríkið að greiða megnið af lífeyrinum.En samt stendur íslenska ríkið sig verst í samanburði við hin Norðurlöndin og greiðir hlutfallslega minnst til eldri borgara og öryrkja.Íslenskir stjórnmálamenn,sem halda um stjórnvölinn hér í dag eru ekki að standa sig. Þeir hafa fallið á prófinu.

Lífskúnstner biður sér konu.

Lífskúnstner biður sér konu

Davíð Guðbjartsson var í lögreglunni í 40 ár.

Davíð Guðbjartsson var í lögreglunni í 40 ár.

Honum Davíð Guðbjartssyni, fyrrverandi lögreglumanni, lífskúnstner og listamanni leiðist aldrei. Hann hefur mörg áhugamál, er á leiðinni í hnapphelduna. Ætlar að biðja sinnar heittelskuðu á Tenerife á næstu dögum.

Reykjavík var með allt öðrum blæ þegar Davíð hóf störf í lögreglunni, í lok sjöunda áratugar síðustu aldar. Í raun minnti Reykjavík meira á lítið sveitaþorp í þá tíð. Skemmtistaðir ekki opnir nema til tvö á laugardögum og eitt á föstudögum og í miðri viku áttu skemmtanaþyrstir að vera komnir heim fyrir miðnætti. Borgin breyttist svo smátt og smátt, opnunartími skemmtistaða lengdist, bjórinn hélt innreið sína og ferðamönnum fjölgaði svo um munaði. „Ég hef upplifað miklar breytingar á störfum lögreglumanna. Ástandið í dag er ekkert líkt því sem var. Það er svo mikið að veruleikafirrtu fólki og fíkniefnaneytendum sem lögreglan þarf að hafa afskipti af. Fólki sem er viti sínu fjær.

Ofbeldið hefur harðnað

Þegar ég var að byrja í lögreglunni heyrði það til undantekninga að fangageymslur fylltust í miðri viku. Það var bara um helgar sem það gerðist,“ segir hann og bætir við að lögreglan hafi staðið nær fólki í þá gömlu góðu daga. „Ég var einn af síðustu göngueftirlitsmönnum lögreglunnar. Þá fór maður á milli skemmtistaða og kráa og ræddi við fólk. Í dag er ofbeldið miklu harðara en það var.“ Davíð vann lengst af á miðbæjarstöð lögreglunnar en hún var lögð niður fyrir nokkrum árum og hann segist sakna hennar. Segist í raun ekki skilja af hverju hún var lögð niður, það hafi verið full þörf á henni ekki síst eftir að ferðamönnum fjölgaði í miðbænum. Þeir hafi leitað mikið á stöðina. „Svo höfðum við eftirlit með þeim sem oft eru kallaðir góðkunningjar lögreglunnar,“ segir hann og brosir. Hann fluttist svo á lögreglustöðina í Breiðholti og þaðan á stöðina á Seltjarnarnesi.

Allt annað líf

Vaktavinna er hlutskipti lögreglumanna og Davíð segir að það hafi verið gríðarleg breyting að komast á fastar dagvaktir en hann komst á slíkar vaktir síðasta áratuginn sem hann var í lögreglunni, „það var allt annað líf.“Davíð söng fyrsta tenór í lögreglukórnum í þrjátíu ár og minnist þess með mikilli gleði. „Það var ofboðslega gaman,“ segir hann. „Við sungum við ýmis opinber tækifæri og fórum á norræn kóramót lögreglumanna og 2006 til St. Pétursbogar. Það var ógleymanleg ferð, borgin er falleg og svo var vel tekið á móti okkur.“ Davíð hætti í lögreglunni árið 2009 og þá má segja að líf hans hafi tekið u-beygju. „Um það

Kennir nú tréútskurð á Korpúlfsstöðum.

Kennir nú tréútskurð á Korpúlfsstöðum.

leyti sem ég var að hætta ákveð ég að læra tréútskurð. Ég vissi að það var verið að kenna hann á vegum Korpúlfa -félags eldri borgara í Grafarvogi, á Korpúlfsstöðum. Þangað fór ég og hann Helgi Bernódusson tók mig í læri. Helgi veiktist og varð að hætta og bað mig um að taka við af sér. Hann sagði við mig: „Davíð þú ert svo góður við fólkið“. Ég sagðist gera þetta með einu skilyrði, að ég mætti leita til reyndari manna ef ég lenti í vandræðum með eitthvað og það samþykkti stjórn Korpúlfa,“ segir hann.

Ein stór fjölskylda

Vinnustofan á Korpúlfsstöðum er falleg og björt. Davíð hafði forystu um að hún var öll tekin í gegn fyrir rúmu ári. Hann smíðaði ný vinnuborð og nú geta á þriðja tug manna lagt stund á tréútskurð þar. Samhliða því að kenna tréútskurð er Davíð í framhaldsnámi í tréútskurði hjá Friðgeiri Guðmundsyni einum þeim færasta í greininni hér á landi. „Ég líki þessu við háskólanám. Hjá honum læri ég nýja tækni og er núna að læra þrívíddar útskurð.“ Davíð kennir tréútskurð þrjá daga í viku á Korúlfsstöðum. Yfirleitt mæta rúmlega tuttugu í hvert skipti. „Þetta er mikið sama fólkið sem kemur en það bætast alltaf einhverjir nýir við. Það er alveg frábært að vera hér. Fólkið er alveg yndislegt og hér hjálpast allir að. Mér finnst stundum að þetta sé mín önnur fjölskylda,“ segir hann.

Fékk nóg af göngubrettum

Davíð er virkur í starfi Korpúlfa. Hann er í tveimur gönguhópum á vegum félagsins. „Ég hef verið í líkamsrækt í áratugi. Þegar maður var í lögreglunni varð maður að vera í góðu líkamlegu formi til að geta tekist á

Hér er verið að gera bruggtæki upptæk.

Hér er verið að gera bruggtæki upptæk.

við erfið verkefni eins og handtaka menn sem voru með mótþróa. Ég byrjaði að æfa í Sænska frystihúsinu en það var þar sem hús Seðlabankans stendur núna. Ég held bókstaflega að ég hafi æft á öllum líkamsræktarstöðvum í borginni. Ég fékk hreinlega nóg af göngu og hlaupabrettum og að lyfta lóðum. Ég segi stundum í gríni og alvöru að loftið inni á þessum stöðum sé misgott. Ég nýt þess í dag að ganga úti í staðinn fyrir að finna bara svitalyktina af næsta manni. Það er svo gott að finna ferskt útilofið leika um sig og vindinn strjúka vanga. Ég er í hraðgönguhóp og svo er það sniglahópurinn, en í honum er fólk sem vill fara hægar yfir.“

Íslendingar ekki nógu og snyrtilegir

„Oft tökum við með okkur ruslapoka og tengur til að tína upp rusl sem verður á vegi okkar. Það er ótrúlega mikið af rusli sem við erum að tína. Íslendingar eru ekki nógu snyrtilegir, því miður,“ segir hann. Þetta eru þó ekki einu göngurnar sem Davíð hefur lagt stund á. Hann var í gönguklúbbnum Ferli þegar hann var í lögreglunni. „Ómar Smári Ármannsson stjórnaði þeim klúbb. Við gengum vítt og breitt um Reykjanesið og um suðvesturhornið. Þetta voru oft langar göngur allt upp í átta tíma. Svo geng ég oft með syni mínum á góðviðrisdögum, vítt og breytt um borgina,“ segir Davíð sem kveðst hvergi nærri hættur í fjallgöngum þó gönguhópar Korpúlfa hafi átt hug hans allan síðustu ár.

Lærir myndlist

Falleg þrívíddarmynd eftir Davíð.

Falleg þrívíddarmynd eftir Davíð

Talið berst að tónlist en Davíð er mikill tónlistarunnandi. Hann spilar bæði á harmónikku og píanó. Var svo frægur að vera einu sinni í hljómsveit, það var hljómsveit Karls Jónatanssonar. „Ég tók nikkuna stundum með þegar ég var að ganga með Ferli og spilaði þá í hellum sem við fundum. Hljómburðurinn í hellum er magnaður. Svo spila ég alltaf á nikkuna þegar listamenn sem eru með vinnustofur hér á eru með einhverjar uppákomur. Þá geng ég á milli herbergja og spila fyrir gesti og gangandi. Þó tónlistin og tréútskurðurinn skipi stóran sess í lífi Davíðs þá leggur hann stund á fleira. Hann er líka nemandi í myndlist og hefur verið í Myndlistarskóla Kópavogs. „Ég málaði mína fyrstu mynd 1973 af Vestamanneyjagosinu. Móðurbróðir minn Jóhannes Frímannsson var myndlistarmaður og ég var mikið hjá honum sem unglingur. Hann kenndi mér margt, meðal annars að blanda liti og gera allskonar kópíur. Það kom mér að góðum notum þegar ég fór í Myndlistarskólann. Ég þurfti ekki að byrja frá grunni heldur fékk strax að takast á við erfiðari verkefni. Svo hef ég líka verið að læra að móta leir. Fór á leirnámskeið í fyrra og þar opnaðist nýr heimur fyrir mér, það er alveg ótrúlega gaman að vinna með leir,“ segir hann.

Ætla að finna rómanstískan stað og biðja hennar

Það má með sanni segja að Davíð hafi fyllt líf sitt af allskyns skemmtilegum áhugamálum eftir hann hætti í lögreglunni. Hann er nú staddur á Tenerife, en það er í

Hér er Davíð við gæslu á Bessastöðum. Á myndinni eru auk hans Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra og eiginkona hans.

Hér er Davíð við gæslu á Bessastöðum. Á myndinni eru auk hans Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra og eiginkona hans.

fyrsta skipti sem hann fer þangað. Þar er hann með unnustu sinni Þuríði Matthíasdóttur. „Við erum búinn að þekkjast í nokkur ár. Ég ætla að finna einhvern fallegan rómantískan stað, skella mér á skeljarnar og biðja hennar formlega. Við erum búinn að velja hringana,“ segir Davíð. Hann segir að það sé gott að vera ástfanginn á þessum aldri en Davíð er fæddur 1948 og Þuríður 1939. „Aldur er afstæður og skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er að fólki falli vel saman. Hún er yndisleg manneskja. Við deilum sömu áhugamálum. Við syngjum bæði í kór Átthagafélags Strandamann, dönsum mikið saman og höfum ánægju af því að ferðast. Við erum miklir félagar,“ segir hann. Davíð segir að þau hafi velt því fyrir sér að gifta sig úti en það verði þó líklega ekki fyrr en þau komi heim aftur. „Þó ég hafi verið með annan fótinn heima hjá Þuríði síðustu ár höfum við ekki verið í sambúð. Við ætlum að fara að búa saman þegar við erum gift,“ segir hann að lokum, fullur tilhlökkunar.

Skerðing „krónu á móti krónu“ gæti verið mannréttindabrot.

Skerðing „krónu á móti krónu“ gæti verið mannréttindabrot

Starfslokaaldur er lögbundinn í ýmsum löndum, en það eru líka lönd sem hafa engan lögbundinn starfslokaaldur.  Það er ekki talið brot á rammatilskipun ESB um bann við mismunun á vinnumarkaði að miða starfslok við ákveðinn aldur.  En það er almennt talinn stór þáttur til réttlætingar lögbundnum starfslokaaldri að viðkomandi séu tryggð eftirlaun sem duga til framfærslu.  Þetta kom fram í fyrirlestri sem Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands hélt í síðustu viku í Félagi eldri borgara í Reykajvík.

Þarf að breyta krónu á móti krónu skerðingunni

Margrét telur líklegt að það þurfi að breyta því fyrirkomulagi sem hér tíðkast, að skerða tekjur fólks „krónu á móti krónu“, eins og það er kallað í daglegu tali. Hún segir að Íslendingar eigi aðild að alþjóðasamningi um efnahagsleg-, félagsleg- og menningarleg réttindi, en þar skuldbindi ríki sig til þess að gæta sérstaklega að viðkvæmum hópum og tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi. . Með samningnum er bókun,sem við höfum að vísu ekki fullgilt hér, en hún gerir borgurum aðildarríkja kleift að kæra meint brot á samningnum til nefndar sem starfar á grundvelli hans. Ef Ísland hefði fullgilt þessa bókun og einhver yrði til þess að kæra krónu á móti krónu fyrirkomulagið til nefndarinnar, þá gæti niðurstaðan orðið sú að ríkið teldist hafa brotið gegn samningnum.

Geta ekki lifað á lífeyrinum

Eftir hrunið hafi kjör eldra fólks og öryrkja verið skert, en ákvæði samningsins um að þegar slíkt sé nauðsynlegt, beri að hafa samband við þá sem skerðingin bitnar á og greina frá því hvenær skerðingin verði tekin tilbaka, hafi ekki verið notað hér.  Margrét segir að hvort sem um sé að ræða eldra fólk eða öryrkja, þurfi menn lífeyri sem þeir geti lifað af. En þeir landsmenn sem ekki hafi réttindi úr lífeyrissjóðum geti ekki lifað á lífeyrinum sem þeir fái frá hinu opinbera.  Skerðingin „króna á móti krónu“, dæmi svo alla til að lifa við sömu lélegu kjörin, þótt þeir hafi áunnið sér  einhver lífeyrisréttindi í gegnum vinnu sína um starfsævina. „Það er mín skoðun að það þurfi að endurskoða þetta“, segir hún.

Óþolinmæði gætir meðal eldri borgara

Óþolinmæði gætir meðal eldri borgara

Haukur Ingibergsson

Haukur Ingibergsson

„Landssamband eldri borgara er orðið óþolinmótt gagnvart því að næstu skref á framfarabrautinni verði tekin,“ segir Haukur Ingibergsson formaður sambandsins. Nefnd um breytingar á almannatryggingakerfinu, svo kölluð Pétursnefnd, skilaði tillögum sínum til félagsmálaráðherra fyrir nokkrum vikum. Síðan hefur verið unnið að gerð frumvarps um breytingar á almannatryggingakerfinu í ráðuneytinu og var hugmyndin að leggja það fram á næsta haustþingi. Eins og allir vita hafa orðið kúvendingar í stjórnmálum hér á landi og margir óttast að ekkert verði úr fyrirhuguðum breytingum. „Á óvissutímum í stjórnmálum getur allt gerst,“ segir Haukur. Hann segir að óskastaðan sé sú að frumvarpið verði á þeim lista sem sitjandi ríkisstjórn afgreiði áður en boðað verður til kosninga. Annar kostur í stöðunni sé að ný ríkisstjórn haldi áfram með málið og afgreiði það á haustþingi. Þriðji kosturinn sé að ákveðin atriði í tillögum Pétursnefndarinnar varðandi eldri borgara verði afgreidd í haust svo sem tillögur um lífeyrismál  sem fela í sér einföldun á lífeyrirskerfinu. „Það er kominn tími til að eitthvað hreyfist í málefnum eldri borgara. Það hafa verið starfandi nefndir í tvo áratugi, hver fram af annarri en lítið hefur þokast í okkar málefnum. Verði tillögur Pétursnefndarinnar að veruleika verður það mesta heildarbreyting á almannatryggingarkerfinu í tuttugu ár,“ segir Haukur.

Nokkrar af þeim tillögum sem nefnd um endurskoðun á almannatryggingarkerfinu lagði til:

  • Einföldun bótakerfisins
    Bætur almannatryggingakerfisins verði einfaldaðar m.a. með því að taka upp einn lífeyri til elli- og örorkulífeyrisþega í stað grunnlífeyris, tekjutryggingar og framfærsluuppbótar. Markmiðið er að einfalda bótakerfið og festa í sessi þá lágmarksupphæð sem framfærsluuppbót tryggir þeim tekjulægstu í núverandi kerfi. Nefndin leggur til að hækkanir á fjárhæðum bóta almannatrygginga fylgi þróun lágmarkslauna. Útreikningar sýna að tillögurnar munu færa allflestum lífeyrisþegum mikla réttarbót.
  • Hækkun lífeyrisaldurs
    Lífeyrisaldur hækki í skrefum, frá 67 ára aldri til 70 ára. Miðað er við að tveir mánuðir bætist við lífeyristökualdurinn árlega á næstu tólf árum. Eftir það bætist við einn mánuður á ári í næstu tólf ár, þar til 70 ára viðmiðinu hefur verið náð eftir 24 ár frá gildistöku breytinganna.
  • Sveigjanleg starfslok og starfslokaaldur
    Heimilt verði að fresta töku lífeyris til 80 ára aldurs. Einnig verði heimilt að flýta töku lífeyris en hún geti þó ekki hafist fyrr en við 65 ára aldur. Miðað er við að frestun lífeyris veiti rétt til varanlega hærri lífeyris frá almannatryggingum en ef lífeyristöku er flýtt lækki lífeyririnn.

Sjálfboðavinna eldra fólks sést ekki í hagtölum

Sjálfboðavinna eldra fólks sést ekki í hagtölum

Gurðun ásamt dóttur sinni Gunnhildi Kristjánsdóttur.

Gurðun ásamt dóttur sinni Gunnhildi Kristjánsdóttur.

„Það er reiknað með því að maður sé á bakvakt alla tíð við að hjálpa börnunum og sinna um aldraða foreldra. Þess vegna finnst mér svo fyndið þegar það er talað um að fólk eigi að geta unnið lengur og þá einhverja sjálfboðavinnu,“ segir Guðrún Ágústsdóttir formaður Öldungaráðs Reykjavíkurborgar.  „Við erum í mjög mikilli sjálfboðavinnu nú þegar. Við hjálpum til við að láta hjól atvinnulífsins snúast með því gera börnunum okkar kleift að sinna vinnunni sinni betur en þau gætu ella. Við erum mörg að keyra og sækja barnabörnin í skóla og tómstundir og gætum þeirra þegar þau veikjast. Flestir reyna að létta undir með börnunum sínum eins og þeir geta. Ef þetta væri inni í hagtölum hins íslenska hagkerfis þá myndi sjást hvað það munar mikið um þetta,“ segir Guðrún.  Hún segir að henni finnist skipta máli að fólk sem komið er á ellilífeyrisaldur geti fengið launaða vinnu. Mörgum komi á óvart hversu lágur lífeyririnn er. „Fólk ætti að vera búið að gá að því en kannski vill það ekki horfast í augu við það að lífeyririnn er miklu lægri en það bjóst við. Karlar eru að vísu mun betur settir en konur. Þeir eru með hærri laun og hafa ekki rofið starfsferil sinn eins og konur þurfa gjarnan að gera. Barneignir stytta þann tíma sem konur eru að afla sér lífeyris gegnum lífeyrissjóðina,“ segir hún.

Æskudýrkun á Íslandi

Guðrún segir að ef eldra fólk mætti og gæti unnið án þess lífeyrir þess væri skertur eins mikið og nú er gert væru án efa margir til í að afla sér tekna til að komast betur af. „Ég sé til dæmis sjálfa mig alveg í þeirri stöðu að geta verið í afleysingum í gestamóttöku á hóteli.  Ég er með mikla reynslu af því að taka á móti fólki, hef verið flugfreyja, tala einhver tungumál og hef unnið í sendiráði í tíu ár.  Ég býst hins vegar við því að mér reyndist erfitt að fá slíka vinnu þó ég kæmi og byði fram starfskrafta mína. Af því að atvinnurekendur vilja yngra fólk. Það er heilmikil æskudýrkun á Íslandi. Ungt fólk er frábært en það má ekki bitna á hinum sem eru eldri. Við fáum stundum á tilfinninguna að við séum eins og afskráður ónýtur bíll. Ég vann einhvern tímann í bíladeildinni hjá Sjóvá þá var þetta hugtak notað um ónýta bíla. Afskráður ónýtur. Það þarf að breyta viðhorfi atvinnurekenda til þeirra sem eldri eru. Fólk er fullfrískt andlega og líkamlega langt fram eftir ævinni.“

Hersveit ungra eldri borgara

Nú er verið að tala um að hækka lífeyristökualdurinn og það er ekkert á móti því að skoða það segir hún. En svo má líka skoða hvort fólk má ekki, ef það vill, halda vinnunni sinni lengur eða fara í annað starf innan

Æskuvinkonurnar Birna Bjarnadóttir, Jóhanna Hauksdóttir og Guðrún.

Æskuvinkonurnar Birna Bjarnadóttir, Jóhanna Hauksdóttir og Guðrún.

sama fyrirtækis. „Fólk þarf kannski ekki að vera í sama starfi alla tíð. Fólk getur færst á milli starfa en það þarf tryggja að það sé gert á þann veg að það sé ekki niðurlægjandi fyrir fólk. Það er verið að tala um að það þurfi að flytja inn erlent starfsfólk til að mynda í ferðaþjónustu. Ég sé fyrir mér hersveit eldri borgara sem getur gengið í mjög mörg af þeim störfum sem þarf að vinna í ferðaþjónustunni og því ekki að nýta krafta þessa fólks,“ segir hún og bætir við að atvinnurekendur ættu að átta sig á að þarna sé falinn fjársjóð að finna. Þeir ættu að fara í þann gullgröft og sjá hvort eldra fólk sé ekki gjaldgengt. „Það eru fordómar gagnvart eldra fólki. Það er talið að það kunni ekki tungumál, kunni ekki á tölvur og svo framvegis. Flestir hafa hins vegar áttað sig á, að við getum svarað í síma og jafnvel hringt sjálf,“ segir Guðrún og hlær.

Eldra fólk ekki náttúrvá

Guðrún segir viðhorf til eldra fólks séu um margt undarleg. „Það er sérkennilegt þegar maður heyrir forystumenn sveitar- og bæjarfélaga tjá sig um að það sé vá fyrir dyrum því öldruðum sé að fjölga svo mikið í þeirra byggðarlagi. Ég man eftir því að hafa hlustað á háttsettan embættismann í einu af nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur segja þetta nýverið. Maður fékk á tilfinninguna að hann væri að lýsa náttúruvá, eldgosi, bráðnun jökla eða eitthvað slíkt. Það er hættulegt að búa til einn hóp úr fólki 67 ára og eldra. Margir virðast halda að þetta sé einsleitur hópur sem hafi sömu langanir og þrár og þurfi svipaða umhyggju. Allir sem hugsa vita að þannig er þetta ekki. Við erum jafn misjöfn og við erum mörg sama á hvaða aldri við erum.“

Að segja þjóðinni frá

Guðrún ræktar garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu.

Guðrún ræktar garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu.

„Við þurfum að segja þjóðinni frá því að það þurfi ekki að hafa svona rosalegar áhyggjur af því að eldra fólk sé svo íþyngjandi. Miðað við aðrar þjóðir OECD, og við berum okkur gjarnan saman við þær, er þrennt sem sker sig úr á Íslandi:  Meðalaldur þjóðarinnar er mun lægri en meðal annara þjóða. Aldursamsetningin hér er mun eðlilegri en til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Í öðru lagi höfum við bæði áhuga og vinnum lengur en fólk gerir meðal annarra þjóða. Í þriðja lagi þá hefur verið skylda að borga í lífeyrissjóði frá því í upphafi níunda áratugarins. Þeir sem nú eru að komast á lífeyri hafa því greitt í lífeyrissjóði í áratugi. Þeir sem eru yngri, eru því ekki að borga okkur lífeyri – við höfum í flestum tilvikum safnað fyrir honum sjálf. Fyrir  skylduaðild að lífeyrissjóðum fór meirihluti aldraðra á lífeyri frá tryggingastofnun við 67-70 aldur. Við erum best sett af ríkjum OECD að því er varðar lífeyrissjóði.

Maður ræður hversu hratt maður eldist

,,Ég hvet alla til að nota hvert tækifæri sem gefst til að læra nýjustu tækni. Þjálfa sig á i-pad og i-phone svo dæmi séu tekin og læra meira á tölvur. Það verður sífellt ríkari krafa, að fólk kunni á þessi tæki til að geta tekið þátt í samfélaginu. Borgin hefur boðið upp á námskeið, eins Félag eldri borgara og ýmsir fleiri og ég hvet fólk til að notfæra sér það,“ segir hún og bendir á að margir eiga barnabörn sem kunna þetta og séu reiðubúin og hafi gaman af að hjálpa afa og ömmu að læra nýjustu tækni. Guðrún segir að annað sem skipti verulegu máli fyrir fólk þegar það eldist sé að huga að hreyfingu. „Við þurfum að hreyfa okkur reglulega og borða vel. Að mínu mati getum við haft alveg gífurleg áhrif á heilsu okkar þegar við erum að eldast. Maður ræður ansi miklu um það sjálfur hversu hratt maður eldist. Annað sem þarf líka að huga að, er að þjálfa heilabúið. Það þarf markvissa þjálfun alveg eins og skrokkurinn. Og eitt til sem er algert lykilatriði, það er að rækta vináttuna. Að eiga góða vini sem maður getur leitað til í blíðu og stríðu er gulls ígildi. Þeir sem voru einir og einmana þegar þeir voru ungir verða enn meira einmana þegar þeir eldast nema þeir geri eitthvað róttækt í því. Það er svo margt sem hægt er að gera, það er hægt að ganga í ferðafélög eða taka þátt í starfi félagsmiðstöðva fyrir eldri borgara. Það eru sautján félagsmiðstöðvar í borginni og þar fer fram lífleg starfsemi.“

Þeir sem búa við fátækt

Það er einn hópur sem er Guðrúnu sérlega hugleikinn og það eru þeir sem búa við fátækt á efri árum. „Fátækt einangar fólk. Fátækar konur eru fleiri en fátækir karlar. Það þarf að finna leiðir til að efnalítið fólk geti

Gurún er formaður Öldungráðs Reykjavíkur. Hér er hún með hluta stjórnarmanna, Hrafni Magnúsyni, Kjartani Magnússyni og Bryndísi Hagan.

Gurún er formaður Öldungráðs Reykjavíkur. Hér er hún með hluta stjórnarmanna, Hrafni Magnúsyni, Kjartani Magnússyni og Bryndísi Hagan.

tekið þátt í samfélaginu, geti komist í leikhús á tónleika, söfn og sýningar. Vandi kvennanna felst í því, eins og ég sagði áðan, að þær hafa oft verið styttra á vinnumarkaði en karlarnir og með lægri laun. Við þurfum því að huga að þeim og líka að innflytjendum sem eiga lítinn sem engan rétt. Við verðum alltaf að byrja á því að hugsa um þau okkar  sem eru verst sett og færa okkur svo upp tekjustigann,“ segir hún.  Það þarf að muna eftir nýju Íslendingunum og tryggja að þeir séu ekki settir til hliðar í samfélaginu af því að þeir komu hingað til að vinna á fullorðinsárum. Því má svo bæta við að Öldungaráð Reykjavíkur ætlar að gangast fyrir opnum fundi um fátækt í borginni 13. apríl næst komandi í Tjarnarsal Ráðhússins.  Þar munu fræðimenn fjalla um fátækt frá ýmsum sjónarhornum og hvað býr að baki henni.  Auk þess flytja fulltrúar þeirra flokka sem eiga sæti í borgarstjórn ávörp þar sem þeir fjalla um hvernig megi koma í veg fyrir fátækt. „Niðurstöður fundarins verða svo leiðarljós í okkar vinnu í öldungaráðinu í framtíðinni,“ segir Guðrún að lokum.

Mismunað á vinnumarkaði á grundvelli aldurs.

Mismunað á vinnumarkaði á grundvelli aldurs

þorsteinn Sæmundsson

Þorsteinn Sæmundsson

„Því miður höfum við séð vísbendingar um að fólki hér á landi sé mismunað á vinnumarkaði á grundvelli aldurs, þrátt fyrir þá ómetanlegu reynslu sem þessi hópur hefur öðlast á sínum starfsferli,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokks í grein í Fréttablaðinu í dag.  Hann segir mikilvægt að auka möguleika þeirra sem eldri eru til að viðahalda og efla vinnufærni sína svo vinnumarkaðurinn geti notið þekkingar og færni sem þessi aldurshópur býr yfir.

„Þar má meðal annars nefna möguleika einstaklinga á nýjum starfsvettvangi á miðri starfsævinnar eða seinni stigum hennar. Einnig er mikilvægt að sveigjanleg starfslok séu raunverulegur valkostur þegar líður að lokum starfsævinnar,“ segir Þorsteinn.  Hann segir jafnframt að til standi að félagsmálaráðherra leggi fram frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði í vor.

„Í frumvarpinu felst að fyrirtæki og stofnanir megi ekki mismuna fólki, meðal annars á grundvelli aldurs. Samþykkt slíks frumvarps er mikilvægt skref í að styðja enn betur við eldra fólk á vinnumarkaði og mun ég glaður greiða atkvæði mitt með því,“ segir Þorsteinn ennfremur.  Grein Þorsteins er hægt að lesa í heild hér.

Réttarbót fyrir lífeyrisþega

Réttarbót fyrir lífeyrisþega

Verði tillögur starfshópsins að veruleika gæti hagur eldra fólks vænkast.

Verði tillögur starfshópsins að veruleika gæti hagur eldra fólks vænkast.

Starfshópur um endurskoðun almannatryggingakerfisins skilaði nýlega af sér skýrslu. Helstu tillögur starfshópsins eru þessar:

Einföldun bótakerfisins
Bætur almannatryggingakerfisins verði einfaldaðar m.a. með því að taka upp einn lífeyri til elli- og örorkulífeyrisþega í stað grunnlífeyris, tekjutryggingar og framfærsluuppbótar. Markmiðið er að einfalda bótakerfið og festa í sessi þá lágmarksupphæð sem framfærsluuppbót tryggir þeim tekjulægstu í núverandi kerfi. Nefndin leggur til að hækkanir á fjárhæðum bóta almannatrygginga fylgi þróun lágmarkslauna. Útreikningar sýna að tillögurnar munu færa allflestum lífeyrisþegum mikla réttarbót.

Hækkun lífeyrisaldurs
Lífeyrisaldur hækki í skrefum, frá 67 ára aldri til 70 ára aldurs. Miðað er við að tveir mánuðir bætist við lífeyristökualdurinn árlega á næstu tólf árum. Eftir það bætist við einn mánuður á ári í næstu tólf ár, þar til 70 ára viðmiðinu hefur verið náð eftir 24 ár frá gildistöku breytinganna.

Sveigjanleg starfslok og starfslokaaldur
Heimilt verði að fresta töku lífeyris til 80 ára aldurs. Einnig verði heimilt að flýta töku lífeyris en hún geti þó ekki hafist fyrr en við 65 ára aldur. Miðað er við að frestun lífeyris veiti rétt til varanlega hærri lífeyris frá almannatryggingum en ef lífeyristöku er flýtt lækki lífeyririnn.

Afnám víxlverkana í samspili almannatrygginga og lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir hætti að skerða greiðslur til öryrkja vegna tekna þeirra frá almannatryggingum, samhliða innleiðingu starfsgetumats og sameiningu þriggja bótaflokka. Forsenda þessa er að framlag ríkisins til að jafna örorkubyrði milli lífeyrissjóða verði endurskoðað.

Starfsgetumat og endurhæfing
Tekið verði upp starfsgetumat í stað núgildandi læknisfræðilegs mats á örorku. Matskerfið miðist við tvö þrep, þ.e. verulega skerta starfsgetu í fyrsta þrepi (26 – 50%) og lítil sem engin starfsgeta í öðru þrepi (0 – 25%). Samhliða verði teknar upp hlutabætur úr almannatryggingum.

Bókun Landssambands eldri borgara

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

Með skýrslunni fylgir eftirfarandi bókun frá Landssambandi eldri borgara sem Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fulltrúi í starfshópnum  og Haukur Ingibergsson formaður LEB stóðu að. „Landssamband eldri borgara tekur heilshugar undir það markmið endurskoðunarinnar að fækka bótaflokkum, einfalda kerfi almannatrygginga og gera það skiljanlegra  fyrir notendur.  Með þessum tillögum er verið að sameina grunnlífeyri, tekjutryggingu og framfærsluuppbót í einn flokk ellilífeyris. Með því er framfærsluuppbótin sem er félagslegur stuðningur færð í flokk ellilífeyris. Þarna hafa verið afar mismunandi skerðingarákvæði m.a. 100% skerðing á framfærsluuppbót gagnvart öllum öðrum tekjum. Lagt er til að skerðing á hinum nýja ellilífeyri verði 45%  vegna annarra tekna og engin  frítekjumörk.

Vildu lægri skerðingarprósentu

Landsamband eldri borgara hefði viljað sjá lægri skerðingarprósentu en 45% og lagði fram tillögu um það. Í henni er  vitnað til þess að í nágrannlöndum okkar er skerðing vegna annarra tekna ýmist engin samanber atvinnutekjur lífeyrisþega  hjá Norðmönnum, eða 30% eftir frítekjumarki atvinnutekna, eins og hjá Dönum. Við leggjum til að með batnandi efnahag landsins verði unnið að því að lækka skerðingarákvæði á lífeyrisgreiðslum í áföngum á næstu árum. Tillögurnar gera einnig ráð fyrir að hækka lífeyristökualdur í 70 ár á 24 árum og það höfum við samþykkt.  Jafnframt að starfsaldur og lífeyristaka verði sveigjanlegri, m.a. að hægt verði að taka 50% lífeyri og stunda 50% vinnu.  Þá taki hinn geymdi lífeyrir hækkun mánaðarlega samkvæmt tryggingafræðilegu mati, allt að 80 ára aldri lífeyrisþegans. Einnig hefur því verið beint til samtaka opinberra starfsmanna og stjórnvalda að hækka starfsaldur opinberra starfsmanna  í 75 ár.

Starfsgetumat í stað örorkumats

Haukur Ingibergsson

Haukur Ingibergsson

LEB lýsir sig fylgjandi því að tekið sé upp starfsgetumat í stað örorkumats.  Útfærsla á því verði unnin í nánu samráði við ÖBÍ og taki gildi í áföngum. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að það geti tekið um 15 ár að innleiða það að fullu. Í þeim útreikningum sem starfshópurinn hefur fengið bæði frá fulltrúa Tryggingarstofnunar og  Talnakönnunar munu þær breytingar að sameina bótaflokka og hafa 45% skerðingarhlutfall fyrir allar tekjur aðrar, leiða til hækkunar fyrir lífeyrisþega, nema þá sem hafa atvinnutekjur. Því leggjum við til að áfram verði í gildi frítekjumark hvað varðar þær tekjur. Með þessum breytingum sem lagðar eru til er verið að skapa hvata til meiri þátttöku lífeyrisþega á vinnumarkaði, bæði öryrkja og eldri borgara ef heilsa og geta leyfir og sá hvati verður þá að vera fyrir hendi hvað varðar atvinnutekjur. Þá leggjum við til að endurskoðunarákvæði verði  um þær breytingar sem gerðar verða á lögum um almannatryggingar í framhaldi af  skýrslu starfshópsins. Sú endurskoðun færi fram eftir 3-5 ár.“

 

Hér er hægt að lesa skýrsluna í heild

Litabækur til að þjálfa fínhreyfingar

litabok

Litabækur til að þjálfa fínhreyfingar

Litabækur hafa verið vinsælar síðustu misserin og eru til margra hluta nytsamlegar. Lifðu núna var bent á að það væri upplagt að lita, til að þjálfa fínhreyfingar sem eru farnar að stirðna. Rósa Hauksdóttir sem veitir forstöðu Iðjuþjálfuninni á Landakoti var spurð álits á þessu. Hún sagði að það væri almennt þannig, að það sem væri ekki notað, því færi aftur. Það að nota hugann og hendurnar héldi lengur við færni fólks, miðað við það að menn settust niður með hendur í skauti.

Ákveðin þjálfun að spila bingó

Hún sagði að það væru til alls kyns þrautir til að þjálfa hugann, en litabækur væru ekki notaðar í iðjuþjálfuninni á Landakoti. Það kæmi þó fyrir að menn kæmu þangað með eigin litabækur til að æfa sig í að lita. Hún sagði að það væru til myndir af stjórnstöðvum heilans og þar kæmi fram hversu stórar stöðvarnar væru, sem stjórnuðu ákveðnum þáttum líkamsstarfseminnar. Stöðin sem stjórnarði fínhreyfingum handanna, næmi og munni væru miklu stærri en margar aðrar.

Líka róandi að lita

Rósa sagði að það væru ekki eingöngu fínhreyfingarnar sem menn þjálfuðu með því að lita. „ Það þarf að velja litina, spá í mynstrin og litasamsetningarnar. Þetta eru svo margir litlir fletir að það þarf að skipuleggja vel hvernig á að gera þetta. Það er líka sagt að það sé svo róandi að lita. Menn einbeita sér að því að lita vel og eru þá ekki að hugsa um fjármálin, börnin eða barnabörnin á meðan“. Þannig segir Rósa að það sé ákveðin heilaþjálfun í því fólgin að lita.

Gott ef aldraðir stofnuðu stjórnmálaflokk

Gott ef aldraðir stofnuðu stjórnmálaflokk

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Landssambands eldri borgara

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

formaður Landssambands eldri borgara

Fólk sem er komið yfir 55 ára aldur er ekki fyrirferðarmikið í stjórnum Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar og Fjarðabyggðar eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Af 35 kjörnum fulltrúum eru einungis 3 innan þessara sveitarstjórna sem eru orðnir 55 ára eða eldri, eða 8.5%. Fólk á þessum aldri er um 24% af heildarfjölda landsmanna. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Landssambands eldri borgara segir að það væri gott ef aldraðir gætu stofnað stjórnmálaflokk til að berjast fyrir sínum hagsmunum. Hún hafi hins vegar enga trú á að af því verði og muni ekki beita sér fyrir því. „Margir sem eru farnir að eldast eru fastir í þeim stjórnmálaflokkum sem þeir hafi fylgt allt lífið“, segir hún. Stofnun stjórnmálasamtaka eldri borgara hafi verið reynd fyrir nokkrum árum og menn hafi verið komnir af stað með hana. Þá hafi annar hópur  aldraðra tekið sig til og viljað stofnan annan flokk. Hvoru tveggja hafi runnið út í sandinn

Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri segir að umræða um að stofna flokk eldra fólks hafi nokkrum sinnum komið upp. Ekki hafi virst grundvöllur fyrir slíku og ekki sé að sjá að svo sé frekar nú. „Það virðist sem eitthvað róttækt þyrfti að gerast sem snertir hagsmunamál eldra fólks, svo sem eins og mjög miklar og alvarlegar bótaskerðingar eða slíkt, til að af því verði“, segir hann.

„Það er langbest að stjórnvöld á hverjum tíma séu spegilmynd af samfélaginu“, segir Jóna Valgerður. „Það þarf að vera jafnræði bæði hvað varðar kyn og aldur“. Hún segist vona að með öldungaráðum í sveitarfélögunum verði hægt að hafa áhrif á málefni aldraðra í sveitarstjórnum. Hún segir að í litlum sveitarfélögum á landsbyggðinni sé beinlínis erfitt að fá menn til að gefa kost á sér í sveitarstjórnir. Þar þurfi menn að leggja á sig mikla vinnu en fái lágar greiðslur fyrir.

1 2