5 milljarðar sóttir til ríkisins fyrir aldraða með málsókn!

Málaferli gegn ríkinu eru í uppsiglingu vegna ólögmætrar skerðingar Tryggingastofnunar ( ríkisins)  á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóðði í janúar og febrúar á þessu ári.Þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á alþingi haustið 2016 féll niður heimild til skerðiingar á lífeyri þeirra aldraðra, sem fengu greiðslur úr lífeyrissjóði. Í stað þess að láta alþingi setja inn nýja heimild í lögin fyrir áramótin síðustu var farin sú leið að skerða lífeyri aldraðra án lagaheimildar. Það gerðist í tæpa tvo mánuði.

Í lok febrúar var heimild til skerðingar sett inn í lög um almannatryggingar á ný. Þá nam ólögmæta skerðingin orðið 5 milljörðum króna.Einhverjir stjórnarþingmenn sögðu á alþingi, að menn hefðu vitað,að umrædd skerðing ætti að vera í gildi.Þetta eru furðuleg ummæli.Í fyrsta lagi lýsa þau algerri óvirðingu við lagasetningu alþingis; nánast er sagt,að ekki skipti máli hvort lagatextinn sé réttur eða ekki. Í öðru lagi horfir umræddur þingmaður ( þingmenn) framhjá því, að eldri borgarar eru flestir andvígir umræddri skerðingu lífeyris og telja það himnasendingu, að heimild alþingis til slíkrar skerðingar falli niður.Stór hluti eldri borgara vill að skerðing tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða verði afnumin með öllu og bætur greiddar fyrir skerðingu fyrr ára.

Skorað á LEB að fara í mál við ríkið

Flokkur fólksins sendi Landssambandi eldri borgara bréf,áskorun um , að sambandið færi í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna í janúar og febrúar á þessi ári.Tilkynnti flokkurinn, að ef þetta yrði ekki gert innan 10 daga mundi flokkurinn sjálfur fara í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna.Málið stendur þá þannig, að annað hvort fer Landssamband eldri borgara  í mál við ríkið eða Flokkur fólksins  gerir það vegna þess máls, sem hér hefur verið gert að umtalsefni.

Ég tel þetta gott framtak hjá Flokki fólkisns. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að stefna eigi ríkinu vegna ólögmætu skerðinganna á lífeyri aldraðra í janúar og febrúar á þessu ári.En ekki á að láta þar við sitja.Einnig á að undirbúa mál á hendur ríkinu vegna stöðugra  fyrri skerðinga á lífeyri aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða.  En það var  lagt til í stjórn Félags eldrri borgara í Reykjavík. Safna þarf gögnum til staðfestingar því, að það hafi verið skilningur þeirra, sem stóðu að stofnun lífeyrissjóðanna og þeirra sem  fylgdust með því, að lífeyrissjóðirnirr hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar.Lítið er til af skriflegum staðfestingum á því,að svo hafi átt að vera og því  þarf að rita niður slíkar staðfestingar og það tekur nokkurn tíma. Nauðsynlegt er að fara í mál við ríkið vegna fyrri skerðinga til þess að fá þeim hnekkt og tryggja fullan rétt aldraðra.Stjórnvöld hver, sem þau eru, fást ekki til þess að afnema skerðingar án málsóknar.Það er mitt mat.

 

Björgvin Guðmundsson

Eldri borgarar greiða lífeyri sinn sjálfir!

Eldri borgarar greiða lífeyri sinn sjálfir!

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson skrifar

Umræðan á alþingi um lífeyrisþega er eins og eldri borgarar og öryrkjar séu mikil byrði á þjóðfélaginu.En samanburður við hin Norðurlöndin leiðir í ljós,að svo er ekki.Hér á landi eru lífeyrisþegar hlutfallslega færri en á hinum Norðurlöndunum.Lífeyrisþegar eru hér 22% af öllum íbúum landsins. En á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall miklu hærra eða sem hér segir:Noregur 29%,Danmörk 28%,Svíþjóð 29% og Finnland 32%.

Ef litið er á útgjöld hins opinbera til lífeyrisþega kemur í ljós,að þau eru langminnst hér á Norðurlöndunum öllum. Staðreyndirnar eru þessar: Ellilífeyrisþegar greiða sjálfir stærstan hluta lífeyris síns.75% af lífeyri eldri borgara kemur úr lífeyrissjóðunum,þ.e. frá þeim sjálfum. Þetta er m.ö.o. lífeyrir,sem eldri borgarar hafa safnað á langri starfsævi.Á hinum Norðurlöndunum er þessu öðru visi farið. Þar verður ríkið að greiða megnið af lífeyrinum.En samt stendur íslenska ríkið sig verst í samanburði við hin Norðurlöndin og greiðir hlutfallslega minnst til eldri borgara og öryrkja.Íslenskir stjórnmálamenn,sem halda um stjórnvölinn hér í dag eru ekki að standa sig. Þeir hafa fallið á prófinu.

Lífeyrir aldraðra og öryrkja á að vera skattfrjáls¨!

Lífeyrir aldraðra og öryrkja á að vera skattfrjáls¨!

Það er ekki aðeins,að ríkið skammti öldruðum og öryrkjum  mjög nauman lífeyri heldur tekur ríkið hluta af þessum lífeyri til baka í formi skatta.Með öðrum orðum: Ríkið lætur með annarri hendinni en tekur með hinni.

Af 300 þúsund króna lífeyri fyrir skatt hjá einhleypum  tekur ríkið 60 þúsund krónur til baka í formi skatta!Lífeyrir á að vera 300 þúsund kr fyrir skatt 2018.Og þeir lífeyrisþegar,sem hafa 50 þúsund eða 100 þúsund úr lifeyrissjóði á mánuði geta verið með 250 þús. eða 300 þúsund kr brúttotekjur í dag.En ríkið lætur greipar sópa í formi skatta og skerðinga.

Í Noregi er lífeyrir skattfrjáls og ég tel,að það eigi að vera eins hér.Ísland hefur efni á því eins Noregur.Það er kominn timi til,að Ísland búi vel að sínu lífeyrisfólki,bæði öldruðum  og öryrkjum.

Björgvin Guðmundsson

 

Vita ekki, að lægsti lífeyrir er undir 200 þúsund á mánuði!

bjorgvin1

Vita ekki, að lægsti lífeyrir er undir 200 þúsund á mánuði!

 

Mér finnst ótrúlegt hvað almennt er lítið vitað um bág kjör þeirra, sem verst eru staddir meðal aldraðra og öryrkja.Jafnvel  finnast alþingismenn, sem vita ekki, að hópur aldraðra og öryrkja býr við skort.

Einhverju sinni  hafði ég skrifað grein um kjaramál aldraðra og öryrkja og nefndi tölur um lægsta lífeyrinn.Ég sagði, að þeir sem ekki hefðu greiðslur úr lífeyrissjóði eða af atvinnutekjum væru með 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt, ef þeir væru í sambúð eða hjónabandi. Og einhleypir hefðu 207 þúsund eftir skatt.Blaðamanninum,sem tók við greininni frá mér, þóttu þessar tölur svo ótrúlegar,að hann sendi mér tölvupóst og spurði hvort tölurnar voru réttar, hélt að þetta væri prentvilla eða pennaglöp. En tölurnar voru réttar og eru réttar. En þær  eru ótrúlegar. En ennþá ótrúlegra er þó það, að fyrir alþingi skuli liggja lagafrumvarp um að þessar lágu upphæðir  verði  lögfestar óbreyttar.Og sumir þingmenn telja, að frumvarpið bæti kjör allra og þar á meðal þeirra, sem hafa lægsta lífeyrinn!

Þeir, sem hafa 500-600 þúsund á mánuði  í laun og jafnvel 7-800 þúsund á mánuði eiga erfitt með að skilja,að einhver hafi í kringum 200 þúsund og eigi að lifa af því; eigi þar af að greiða öll útgjöld sín, þar á meðal húsaleigu eða afborgun og vexti af íbúðarlánum, rafmagn og hita,matvæli,fatnað, rekstur bíls eða annan samgöngukostnað, afnotagjöld af síma, sjónvarpi og tölvu, afþreyingu, gjafir til barnabarna, lyf og lækniskostnað. Það er engin leið að láta þessa  hungurlús,sem ríkisstjórnin skammtar til aldraðra og öryrkja duga fyrir öllum þessum útgjöldum (þá sem eru á lægsta lífeyrinum).Enda hefur Félag eldri borgara í Reykjavík  margoft upplýst, að vissir eldri borgarar hringi til félagsins í lok  mánaðar og segi frá því, að þeir eigi ekki fyrir lyfjum, læknishjálp eða jafnvel mat. Þetta er í velferðarþjóðfélaginu,Íslandi, þar sem ráðherrar guma af því nær daglega, að ástandið í þjóðfélaginu sé mjög gott!

Alþingi heldur ekki þingfundi næstu daga, ekki fyrr en á mánudag. Það verða nefndafundir.Það styttist því enn sá tími sem ráðherrar og stjórnarliðar hafa til þess að efna stóru kosningaloforðin, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum 2013.Það eru aðeins 7 þingfundardagar eftir. En ef vilji er fyrir hendi dugar það.Stjórnarliðar ættu að taka  rögg á sig og efna loforðin á þessum 7 dögum og ganga til kosninga með hreint borð.Ef þeir gera það ekki er hinn kosturinn þessi: Að hætta við framboð og draga sig i hlé vegna þess að þeir hafa svikið kjósendur.Þeirra er valið.

 

Björgvin Guðmundsson

Allsnægtarþjóðfélagið skammtar hungurlús!

Björgvin Guðmundsson skrifar í Fréttablaðið:

Mikil viðbrögð voru við síðustu grein minni um kjör aldraðra. Margir eldri borgarar hringdu til mín og þökkuðu mér fyrir greinina. En jafnframt gerðu þeir mér grein fyrir kjörum sínum. Þau eru mjög slæm, miklu verri en ég hafði gert mér grein fyrir. Þó hef ég um margra ára skeið fylgst með kjörum eldri borgara sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara. Það er stór hópur eldri borgara sem á erfitt með að draga fram lífið. Þessi hópur verður að velta fyrir sér hverri krónu og verður að neita sér um mjög margt. Dæmi eru um það, að sumir þessara eldri borgara eigi ekki fyrir mat. Þetta er hneyksli. Og þetta láta stjórnvöld viðgangast.
Þau hreyfa hvorki legg né lið. Yppta aðeins öxlum. Þarf byltingu? Það er ljóst að það verður að stokka algerlega upp í kjaramálum aldraðra og öryrkja.Það duga engar skottulækningar. Það verður að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja, þannig að það verði unnt að lifa með reisn á lífeyri almannatrygginga. En það er langur vegur frá því, að það sé unnt í dag. Við búum í allsnægtaþjóðfélagi. Laun fólks eru á bilinu 600 þúsund til ein milljón á mánuði. Algengt er að fjölskyldur séu með tvo bíla. Farið er í eina til tvær skemmtiferðir til útlanda á ári. Mikil aðsókn er að dýrum tónleikum og leikhúsferðum. Eyðslan er í hámarki eins og fyrir bankahrunið. En á sama tíma og þetta gerist er verið að skammta eldri borgurum og öryrkjum 200 þúsund krónur á mánuði til þess að lifa af, þeim sem treysta á almannatryggingar. Og þeir sem hafa lágan lífeyrissjóð hafa litlu meira; sumir 250 þúsund á mánuði og einstaka
300 þúsund. Getum við boðið okkar eldri borgurum og öryrkjum þessi kjör? Blettur á íslensku samfélagi Kjör aldraðra og öryrkja á Íslandi eru blettur á íslensku samfélagi. Við verðum að þvo þennan blett af. Við verðum að gerbreyta kjörum aldraðra og öryrkja; stórbæta þau. Kjör aldraðra og öryrkja eiga að vera það góð að við getum verið stolt af því hvernig við búum að öldruðum og öryrkjum. Þessi málaflokkur á að vera í forgangi hjá okkur en ekki að mæta afgangi eins og gerist í dag. Kjör aldraðra og öryrkja á Íslandi eru miklu verri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og á Bretlandi. Við verðum að breyta þessu og það þolir enga bið. Það verður að breyta þessu strax

DEILT frá : Björgvin Guðmundsson

DEILT frá : Björgvin Guðmundsson
Aldraðir: “Eru þetta réttar upphæðir” !
Ég var að tala við blaðamann_ og segja honum hvað aldraðir og öryrkjar hefðu frá almannatryggingum til þess að lifa af,þ.e. þeir,sem eingöngu hafa tekjur frá TR.Einhleypir hafa 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.En þeir sem eru í hjónabandi,í sambúð eða búa með öðrum,jafnvel skyldmenni fá 185 þúsund á mánuði eftir skatt. Þegar blaðamaðurinn heyrði upphæðirnar sagði hann: Eru þetta réttar upphæðir? Hann trúði ekki sínum eigin eyrum. En þannig eru hinar köldu staðreyndir.
Þessi hópur aldraðra og öryrkja á að lifa af 185-207 þúsund krónum á mánuði í veferðarþjóðfélaginu Íslandi,þar sem ráðherrar segja nær daglega,að nógir peningar séu til og meira fjármagn hafi verið látið í velferð en nokkru sinni fyrr!Það eru alla vega nógir peningar til fyrir toppana í þjóðfélaginu,hvort sem þeir eru hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Æððstu embættismenn voru að fá hækkun í 1,6-1.7 milljón kr á mánuði og 32 milljónir í vasann! Ég er ekki hissa á því þó Styrmir Gunnarsson kalli þetta ógeðslegt þjóðfélag.
Hvað skyldu margir vita,að umræddir aldraðir og öryrkjar verði að lifa af 200 þús á mánuði? Ég hugsa,að þeir séu ekki margir.En ríkisstjórnin hreyfir ekki legg né lið til þess að laga þennan ósóma!

Björgvin Guðmundsson

 

Aldraðir fá rukkun frá TR; forstöðumenn ríkisstofnana fá sendar háar ávísanr frá ríkinu!

Aldraðir fá rukkun frá TR; forstöðumenn ríkisstofnana fá sendar háar ávísanr frá ríkinu!

Margir eldri borgarar hafa haft samband við mig og sagt,að þeir hafi verið að fá háar rukkanir frá Tryggingastofnuna undanfarið.Það gerist á sama tíma og ríkið sendir forstöðumönnm ríkisstofnana og formönnum rikisnefnda háar peningaupphæðir sem uppbætur á laun 19 mánuði aftur í timann,tugi milljóna,allt upp í 32 millj.!

Tryggingastofnun rukkar eldri borgara og öryrkja og segir,að þeir hafi fengið ofgreitt og þess vegna verði þeir að borga til baka.Tekjuáætlun hafi reynst röng. Þeir hafi haft meiri tekjur en áætlað var.

Eldri borgari,sem hefur um 200 þúsund krónur á mánuði,eftir skatt til þess að lifa fyrir, á enga peninga eftir til þess að greiða Tryggingastofnun til baka.Það er því algert reiðarslag fyrir þessa eldri borgara að fá slíkar rukkanir frá Tryggingastofnun.Lífeyrir þessara eldri borgara er slík hungurlús, að hún er ekki til þess að klípa af.Slíkar rukkanir um endurgreiðslur tíðkast ekki á hinum Norðurlöndunum enda engar tekjutengingar þar.- Bjarni Benediktsson lofaði því hátíðlega í bréfi til eldri borgara fyrir síðustu kosningar að afnema allar tekjutengingar eldri borgara hjá TR. Ef hann hefði staðið við það væri ekki verið að senda eldri borgurum og öryrkjum rukkanir þessa dagana.Það bólar ekkert á þvi enn,að hann ætli að efna þetta loforð sitt. Hins vegar var hann með ný loforð í útvarpsþættinum Á Sprengisandi í gær. Þar þóttist hann ætla að leysa öll mál og lofaði öllu fögru enda aftur að koma kosningar!En eldri borgarar taka ekki mark á loforðum manns,sem sveik kosningaloforðin,sem þeim voru gefin fyrir síðustu kosningar.

Þær gífurlegu launahækkanir,sem forstöðumenn ríkisstofnana,formenn ríkisnefnda og æðstu embættismenn ríkisins hafa verið að fá  undanfarið sýna í hnotskurn hvernig þetta þjóðfélag er Á sama tíma er sumum er haldið við hungurmörk. Styrmir Gunnarsson kallaði þetta ógeðslegt þjóðfélag.Mér þóttu þetta stór orð,þegar ég las þau fyrst.En ég held ég taki undir þau í dag.

 

Björgvin Guðmundsson

 

“Við ætlum að afnema tekjutengingu ellilífeyris”,sagði Bjarni

Við ætlum að afnema tekjutengingu ellilífeyris. Þar er sannarlega um réttlætismál að ræða,sagði Bjarni Benediktsson í bréfi til kjósenda ( eldri borgara) fyrir alþingiskosningar 2013.Hann hefur ekki minnst á það mál síðan.Einnig sagði hann í sama bréfi: ” Við viljum að þeir,sem komnir eru á efri ár njóti afraksturs erfiðis síns.

Hvað þýðir afnám tekjutenginga? Það þýðir:

Að afnema skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna:

1) greiðslna úr lífeyrissjóði

2) vegna atvinnutekna

3) vegna fjármagnstekna.

 

Nefnd félagsmálaráðherra leggur til að dregið verði úr skerðingum vegna lífeyrissjóða og fjármagnstekna og að skerðingar vegna atvinnutekna verði auknar.Um þetta eru deilur. En leysa má þær deilur með einu pennastriki með því að efna loforð Bjarna um afnám tekjutenginga. Og það eru hæg heimatökin, þar eð Bjarni er fjármálaráðherra. Í stað þess að Eygló þurfi að reyna að draga fé út úr Bjarna í þetta mál getur hann boðið fram fjármuni um leið og hann efnir kosningaloforð sitt.

Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Bjarni verður að standa við þetta stóra kosningaloforð sitt strax í næsta mánuði. Geri hann það ekki verður hann að segja af sér og getur ekki boðið sig fram í oktober. Það er liðin tið,að stjórnmálamenn geti logið að kjósendum og komið til þeirra á ný eins og ekkert hafi í skorist. Það eru nýir tímar.

Björgvin Guðmundsson

Eignaupptaka” hjá eldri borgurum á hjúkrunarheimilum!

Eignaupptaka” hjá eldri borgurum á hjúkrunarheimilum!

 

Þegar eldri  borgari fer á hjúkrunarheimili gerir Tryggingastofnun ríkisins lífeyri hans “upptækan” til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu.Þetta er líkast eignaupptöku.Þeir,sem hafa meira en rúmar 74 þúsund í tekjur, mega sæta því,að það sem umfram er sé af þeim tekið fyrir dvalarkostnaði þar til náð er markinu tæpar 355 þúsund krónur.Þar stöðvast “eignaupptakan”.Síðan er eldri borgurunum skammtaðir vasapeningar,53 þúsund krónur að hámarki  en þessi greiðsla er tekjutengd.

Eldri borgararnir,sem fara á hjúkrunarheimili, eru ekki spurðir að því hvort þeir samþykki að lífeyrir þeirra sé tekinn af þeim í framangreindum tilgangi. Nei,þeim er einfaldlega tilkynnt þetta.Á hinum Norðurlöndunum er annar háttur hafður á. Þar fá eldri borgararnir lífeyrinn í sínar hendur en síðan greiða þeir sjálfir eða aðstandendur kostnaðinn við dvölina á hjúkrunarheimilinu.

Það er mat lögfræðinga,að það sé mannréttindabrot að rífa lífeyrinn af eldri borgurum á þennan hátt.

Við ættum að hafa sama hátt á þessu og á hinum Norðurlöndunum.Við þurfum að breyta þessu strax það er niðurlægjandi fyrir eldri borgara að þurfa að sæta því fyrirkomulagi,sem nú er viðhaft.

Björgvin Guðmundsson

Vigdís greiddi atkvæði gegn kjarabótum aldraðra og öryrkja.Kveðst nú vera að skipta um skoðun!

Vigdís greiddi atkvæði gegn kjarabótum aldraðra og öryrkja.Kveðst nú vera að skipta um skoðun!

 

Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar var í viðtali við Bylgjuna um málefni aldraðra.Þetta var kostulegt viðtal. Eftir að fjárlaganefnd og meirihluti alþingis er nýbúinn að fella allar tillögur um afturvirkar kjarabætur til aldraðra og öryrkja eins og aðrir hafa fengið og felldar hafa verið allar tillögur um, að lífeyrisþegar fengju sambærilegar hækkanir og verkafólk segir Vigdís að hún vilji bæta kjör þeirra lífeyrisþega,sem verst hafa kjörin!Ég tek ekkert mark á þessu.Þetta er marklaust orðagjálfur.Vigdís hafði tækifæri til þess að veita þeim verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja kjarabætur við afgreiðslu fjárlaga í desember. Hún greiddi atkvæði gegn slíkum tillögum þá.Afsökun hennar um,að hún hafi ekki vitað hve margir lífeyrisþegar væru illa staddir er marklaus.Hún væri ekki að vinna vinnuna sína,ef hún kynnti sér ekki málin áður en þau kæmu til afgreiðslu.

Síðan dásamaði hún 9,7% hækkun lífeyris,sem lífeyrisþegar fengu 8 mánuðum seinna en verkafólk fékk hækkun og 10 mánuðum seinna en ráðherrar fengu 100 þús króna hækkun hver.Hún hefði dásamað þessa hækkun jafnmikið þó hún hefði verið 5%!Sannleikurinn er sá,að það er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra,sem ákveður hækkun lífeyrisþega og sker hana niður langt niður fyrir launahækkanir annarra (14,5%-30% hjá öðrum).Framsókn og þar með Vigdís dansar með. Framsóknarflokkurinn er ekki lengur neinn félagshyggjuflokkur.Ef svo væri hefði flokkurinn ekki brugðist öldruðum og öryrkjum gersamlega.

Björgvin Guðmundsson

1 2