Þróunarvefur Korpúlfa samtök aldraða í Grafarvogi

Get­ur haft áhrif á gáttatif og -flökt

 | Morg­un­blaðið | 14.10.2020 

Get­ur haft áhrif á gáttatif og -flökt

 

Efni sem fylgja meng­un frá um­ferð voru skoðuð í rann­sókn­inni. 

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ágúst Ingi Jóns­son skrifar

aij@mbl.is

Niður­stöður meist­ara­rit­gerðar frá lækna­deild Há­skóla Íslands gefa til kynna að skamm­tíma­hækk­un á styrk köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs (NO2) teng­ist bráðakom­um á spít­ala vegna hjarta­sjúk­dóma, sér­stak­lega vegna gáttatifs, gátta­flökts og annarra hjart­slátt­ar­trufl­ana. Þetta mun vera fyrsta rann­sókn­in á Íslandi sem finn­ur sam­band milli loft­meng­un­ar og hjart­slátt­ar­trufl­ana.

Sól­veig Hall­dórs­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Sól­veig Hal­dórs­dótt­ir er höf­und­ur rit­gerðar­inn­ar og var mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar að meta sam­band skamm­tíma hækk­un­ar á um­ferðarmeng­un við bráðakom­ur á spít­ala vegna hjarta­sjúk­dóma, önd­un­ar­færa­sjúk­dóma og heila­blóðfalla. Gögn frá 12 ára tíma­bili, 2006-2017, voru skoðuð. Á þeim tíma voru 9.500 kom­ur á Land­spít­al­ann vegna gáttatifs og gátta­flökts, en sum­ir ein­stak­ling­anna komu oft­ar en einu sinni.

Sterk­ara sam­band hjá kon­um

Sól­veig seg­ir að sterk­ara sam­band hafi verið hjá kon­um held­ur en körl­um. Sterk­asta sam­bandið hafi fund­ist milli auk­ins styrks köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs og koma á spít­ala vegna gáttatifs og gátta­flökts hjá kon­um yngri en 70 ára. Í kjöl­far 10 míkró­gramma hækk­un­ar á köfn­un­ar­efn­is­díoxíði hafi verið 11% meiri lík­ur á að kon­ur í þess­um hópi kæmu sam­dæg­urs á spít­ala vegna gáttatifs eða gátta­flökts og 7% meiri lík­ur á að þær kæmu dag­inn eft­ir á spít­ala vegna gáttatifs og gátta­flökts. Hjá eldri kon­um hafi verið 4% meiri lík­ur á kom­um vegna gáttatifs og gátta­flökts þegar köfn­un­ar­efn­is­díoxíð hafði hækkað um 10 míkró­grömm dag­inn áður. Einnig hafi fund­ist mark­tæk aukn­ing í kom­um vegna annarra hjart­slátt­ar­trufl­ana.

Um­ferðarmeng­un­ar­efn­in sem voru skoðuð í rann­sókn­inni voru köfn­un­ar­efn­is­díoxíð, gróft svifryk, fínt svifryk og brenni­steins­díoxíð. Leiðrétt var fyr­ir áhrif­um hita­stigs, raka­stigs og brenni­steinsvetn­is. Brenni­steinsvetni er efni sem einkum berst til höfuðborg­ar­svæðis­ins frá jarðvarma­virkj­un­un­um á Hell­is­heiði og Nesja­völl­um. Sól­veig seg­ir að mark­tæk­ar niður­stöður hafi einnig fund­ist fyr­ir tengsl annarra meng­un­ar­efna og bráðakoma á spít­ala, en þau sam­bönd hafi verið veik­ari og ekki sýnt ákveðið mynstur eins og hvað varðar köfn­un­ar­efn­is­díoxíð.

Nei­kvæð áhrif á lýðheilsu

Í út­drætti rit­gerðar­inn­ar seg­ir að loft­meng­un sé tal­in eitt helsta um­hverf­is­vanda­mál heims­ins í dag. Niður­stöðurn­ar bendi til nei­kvæðra áhrifa loft­meng­un­ar á lýðheilsu Íslend­inga. Á Íslandi séu loft­gæði yf­ir­leitt mik­il en þó geti mælst meng­un yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um í þétt­býli. Fyrri rann­sókn­ir hafi sýnt sam­band milli loft­meng­un­ar í Reykja­vík og nei­kvæðra heilsu­farsáhrifa.

Sól­veig er hjúkr­un­ar­fræðing­ur í grunn­inn og út­skrif­ast sem um­hverf­is- og auðlinda­fræðing­ur frá HÍ 23. októ­ber og hef­ur ný­lega hafið störf á Um­hverf­is­stofn­un. Hún og leiðbein­end­ur henn­ar í meist­ara­verk­efn­inu, þau Ragn­hild­ur Guðrún Finn­björns­dótt­ir og Vil­hjálm­ur Rafns­son, stefna að því að birta niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar í er­lendu ritrýndu vís­inda­riti.

Grein­in birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 13. októ­ber. 

 

Hvernig lýsir D-vítamínskortur sér?

Hvernig lýsir D-vítamínskortur sér?

D-vítamín er mikið í umræðunni þessar vikurnar enda ekki ráð nema í tíma sé tekið þar sem komið hefur í ljós að allt of margir virðast ekki vera að fá nóg af D-vítamíni úr daglegri fæðu og aukning hefur orðið á beinþynningu og jafnvel beinkröm. Þessi skortur á D-vítamíni hefur verið að aukast síðastliðin ár en nú virðist sem um alvarlegt heilsufarslegt vandamál sé að ræða, vandamál sem bregðast verður við með markvissum aðgerðum á heimsvísu. Reyndar telja sumir að lág neysla á D-vítamíni sé orðið eitt alvarlegasta og útbreiddasta heilsufarsvandamálið í heiminum í dag og því megi gjarnan líkja við faraldur en viðmiðunatölur segja að fólk um allan heim mælist með um 1/10 af því D-vítamíni sem það þurfi á að halda. Skortur á D-vítamíni er einnig orðið töluvert vandamál á Íslandi, nokkuð sem flestir hefðu ekki búist við fyrir áratugum síðan þegar við vorum í hópi með þeim þjóðum heimsins sem neyttum hvað mest af fiski og tókum lýsi.

Afleiðingar D-vítamínskorts.

Afleiðingar of lágrar neyslu á D-vítamíni eru beinþynning (enska: osteoporosis) og beinkröm (enska: ostaomalacia). Þar sem bein eru lifandi vefur þarf stöðugt að gæta þeirra og að næringaefnin sem beinin eru byggð úr séu til staðar í fæðunni og nýtist vel.  Ef D-vítamín er ekki til staðar frásogast aðeins 10-15% af kalki og um 60% af fosfati en þegar D-vítamín er til staðar eykst frásogið upp í 30-40 % af kalki og 80% af fosfati.

Beiþynning er algengt vandamál hjá öldruðum, sér í lag konum eftir tíðahvörf og lýsir sér sem viðkvæm og brothætt bein sem brotna jafnvel við minnsta álag. Beinkröm hins vegar hefur verið tengd skorti á D-vítamíni í fæðu barna og lýsir sér sem verkjum í vöðvum og beinum auk þess sem beinin  verða mjúk og bogna undan álagi. Íslenskur læknir hefur lýst ástandi barna með beinkröm þannig að beinin vaxi ekki eðlilega, þau valdi ekki líkamsþunga sínum, beinin bogni, börnin verði hjólbeinótt og þjáist af vöðvaverkjum. Þau séu þreytt og úthaldslaus og vilji bara sitja en ekki standa. Ef gripið er inn í nógu snemma má þó snúa ferlinu til hins betra þannig að beinin haldi áfram að vaxa og þéttast sem skildi.

Sjá einnig: B6-vítamín notað við túrverkjum

Uppsprettur D-vítamíns.

Lýsið hefur um árabil verið helsti D-vítamíngjafi okkar Íslendinga og er það enn eitt tiltölulega fárra fæðutegunda sem innihalda verulegt magn D-vítamíns. Lýsið er það D-vítamínríkt að ráðlegging Lýðheilsustöðvar er aðeins 1 tsk á dag. Þessu til stuðnings má segja frá því að í niðurstöðum Landskönnunar á mataræði sem gerð var árið 2010 kom í ljós að þeir sem aldrei tóku lýsi voru að ná 3,9 míkrógrömmum á dag fyrir aldurshópinn 18-30 ára og upp í 5,3 míkrógrömm fyrir aldurshópinn 61-80 ára á meðan þeir sem tóku lýsi daglega náðu 13,5 míkrógrömmum og upp í 20 míkrógrömm á dag fyrir sömu aldurshópa.

Til viðbótar við lýsið má telja fisk, aðallega bleikan fisk eins og silung og lax, en einnig síld og makríl. Eggjarauður innihalda einnig töluvert af D-vítamíni ásamt fleiri mikilvægum næringarefnum, en líklegt er þó að eggjarauður séu ekki mikilvægur D-vítamíngjafi í íslensku fæði í dag þar sem margir sniðganga þær vegna kólesterólsins sem í þeim er. Í dag er lítið úrval af D-vítamínbættum matvælum en dæmi um slíkt er Fjörmjólk, Stoðmjólk, smjörlíki, morgunkorn og ISO4 matarolían. Þar sem íblöndun D-vítamíns hefur verið reynd til dæmis í Finnlandi þar sem mjólk og matarolía var bætt jókst neyslan að meðaltali um 1,7 – 2,0 míkrógrömm á dag.

Viðmiðið er að íblöndun nemi 5-10 míkrógrömmum í einn líter af mjólkurvöru en 10 míkrógrömmum í 100g  af smjörlíki.

Ráðlagt er að fiskur sé á borðum amk. 2-3 í viku og þar af feitur fiskur  einu sinni. Í dag eru hins vegar allt of fáir sem borða fisk svo oft og því snýst umræðan í dag um það hvort að taka eigi fram fyrir hendurnar á okkur ef svo má segja og byrja markvisst að D-vítamínbæta matvæli. Það yrði þá gert annað hvort með leiðbeiningum til matvælaframleiðenda eða hreinlega með lögum til að hægt sé snúa markvisst vörn í sókn gegn beinþynningu og beinkröm sem eru helstu birtingarmyndir D-vítamínskorts.

D-vítamíngjöf fyrir ungbörn og börn á leikskólum.

Í ungbarnaverndinni er lögð áhersla á að ungbörn frá 4 vikna aldri frá D-dropana svokölluðu, 5 dropa á dag og þykir það sjálfsagt þar sem brjóstamjólkin er snauð af D-vítamíni. Þó benda niðurstöður rannsóknar Rannsóknarstofu í Næringarfræði við Háskóla Íslands frá árinu 2003 til þess að aðeins 50-60% ungbarna fái D-dropana reglulega og er það miður og í raun mjög alvarlegt þar sem þau b& ouml;rn sem aðeins fá brjóstamjólk fá þá aðeins 2,7 míkrógrömm af D-vítamíni að meðaltali á dag á meðan þörfin er 10 míkrógrömm á dag !

Oft er boðið upp á lýsi í leikskólum. Foreldrar bera samt ábyrgð á því að fylgja því eftir að barni þeirra taki lýsi í leikskólanum svo og að gefa því lýsi heima um helgar og þegar frí er í leikskólanum, sér í lagi á veturna.

Sjá einnig: Leita vítamín Ert þú með vítamínskort?

Lýsi í grunnskólum og mötuneytum.

Lýsi og lýsispillur voru gefnar í grunnskólum landsins um árabil en svo virðist sem sú hefð hafi dáið út á of mörgum stöðum, mögulega vegna sparnaðar eins og svo margt annað. Sum staðar tíðkast að bjóða upp á lýsi í mötuneytum vinnustaða og er það góð hefð en alltof fátíð.

Ófrískar konur og konur með barn á brjósti. 

Ófrískar konur og konur með barn á brjósti ættu að gæta sérstaklega vel að D-vítamíni í fæðunni. Þær ættu að ræða við sína lækna eða aðila í meðgönguverndinni varðandi D-vítamín og uppsprettur þess, hvort heldur hefðbundið lýsi, eingöngu D-vítamín eða önnur bætiefni.

D-vítamín, kalk og hreyfing,  nauðsynlegt samband.

Neysla á D-vítamíni og kalki helst hönd í hönd  við að byggja sterk bein ásamt þungaberandi álagi í reglubundinni hreyfingu s.s. göngu, skokki, hlaupum, styrktarþjálfun með lóðum, pallatímum og annarri hreyfingu sem setur hæfilegan þrýsting á beinin. Samspil þessara þátta stuðlar að góðri beinheilsu. Íþróttaþjálfun sem felur í sér hlaup, stökk og lendingar er tilvalin leið, samhliða hollri og nægri næringu til að byggja sterk bein til framtíðar, bæði fyrir stúlkur og drengi.

Aðrar uppsprettur D-vítamíns.

Húð mannsins framleiðir D-vítamín þegar sólin skín á hana. Hins vegar hafa ráðleggingar um notkun sólarvarnar orðið til þess að gildi sólarinnar við D-vítamínframleiðslu hefur minnkað verulega.
Prófessor Michael Holick við Bostonháskóla í Bandaríkjunum sem rannsakað hefur D-vítamín mannslíkamans í yfir 30 ár ráðleggur 10-15 mínútna sól á húðina á degi hverjum yfir heitasta tíma dagsins eða milli kl. 9 á morgnana og fram til kl. 15 síðdegis. Hann ráðleggur að slíkt sólböð séu án sólarvarnar en að ávalt skuli bera sólarvörn á andlit. Hann telur að það séu mikil mistök að forðast sólarjósið eða að verja sig alveg gegn því en hófsemin sé best í þessu sem öðru. Fólki með ljósa húð ráðleggur hann að sóla fætur, bak, brjóst og hendur daglega yfir sumartímann (10-15 mínútur) og það sama fyrir börn. Dr. Holick segir einnig að þeir sem búa norðan við 33. beiddargráðu framleiði ekkert D-vítamín úr sólarljósinu á veturna en tilgreinir reyndar ekki við hvaða mánuði ársins hann miðar. Notkun ljósabekkja er mikil á Íslandi og þegar kemur að leiðbeiningum um varnir gegn i húðkrabbameini og sortuæxlum er ráðleggingin einföld og það er að forðast ljósabekkjanotkun algerlega. Dr. Holick hefur mælt D-vítamín hjá einstaklingum í Boston sem nota ljósabekki að staðaldri og mælast þeir með meira D-vítamín en þeir sem ekki nota ljósabekki. Þrátt fyrir þessar niðurstöður, ætti þó að vera ljóst að fara þarf að öllu með gát og mun skynsamlegri er neysla D-vítamíns í matvælum eða inntaka í formi fæðubótarefna heldur en að stunda ljósabekki og mikla veru í sól, sér í lagi án sólarvarnar.

D-vítamínskortur og aðrir sjúkdómar.

Eftir áralangar rannsóknir Dr. Holick á D-vítamíni þá telur hann að fleiri sjúkdómar en þeir sem tengjast beinheilsu hafi með of lága D-vítamínneyslu að gera. Sykursýki týpa I og II, hjartasjúkdómar og jafnvel sýkingar og sjálfsofnæmissjúkdómar til að mynda iktsýki eru dæmi um slíka sjúkdóma. Einnig telur hann að D-vítamín sé mikilvægt í baráttuni við krabbamein í ristli og brjóstum.

Skortur á D-vítamíni er algengur hjá þeim sem þjást af depurð og þunglyndi einnig hjá þeim sem þjást af vefjagigt þó svo að skorturinn sé ekki beint orsakavaldur heldur geri einkennin verri og viðhaldi einkenninum. Í nýlegri rannsókn þar sem fertugar konur með vefjagigt voru skoðaðar kom í ljós að um 80% þeirra skorti nægjanlegt magn D-vítamíns. Það er því ljóst að endurskoða þarf ráðleggingar um ráðlagða dagskammta og koma á fót aðgerðaráætlun til að tryggja að þeir skammtar komist inn fyrir varir fólks til framtíðar.

Ráðlagðir dagskammtar.

Ráðleggingar um daglega skammta af D-vítamíni hafa verið til umræðu og endurskoðunar en þar sem D-vítamín er eitt af svokölluðum fituleysanlegum vítamínunum sem safnast geta fyrir í líkamanum sé þeirra neytt í óhófi til lengri tíma, þá hefur verið talin hætta á því að magni D-vítamíns þurfi að stýra mjög gaumg&ael ig;filega. Niðurstöður hafa þó sýnt fram á að eitranir af völdum D-vítamíns eru mjög sjaldgæfar.

Dr. Holick ráðleggur skammta sem nema 15-25 míkrógrömmum á dag fyrir börn en 37–50 míkrógrömmum fyrir fullorðna. Á Íslandi nema ráðlagðir dagskammtar 10 míkrógrömmum fyrir börn og fullorðna en 15 míkrógrömmum fyrir 60 ára og eldri. Viðmiðanir annarsstaðar í Evrópu utan norðurlandanna eru aðeins 5 míkrógrömm á dag. Í Bandaríkjunum eru skammtarnir 15 míkrógrömm fyrir fullorðna og 20 míkrógrömm fyrir 70 ára og eldri. Í erindi Guðbjargar K. Ludvigsdóttur endurhæfingarlæknis á Matvæladeginum 2011 kom fram að gömu reglurnar um 10 míkrógrömm á dag séu ekki nóg en 25-50 míkrógrömm séu nærri lagi eða um 1 míkrógramm/kg líkamsþyngdar/dag og að þungaðar konur fái um 100 míkrógrömm á dag.

Höfundur: Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og næringarráðgjafi

Lestu fleiri áhugaverðar greinar á doktor.is logo

Hjartsláttur og blóðþrýstingur, hvað er rétt og hvað ekki?

Hjartsláttur og blóðþrýstingur

hvað er rétt og hvað ekki?

 

HjartslátturÍ netheimum fara gjarnan allskonar uplýsingar á flug sem eiga stundum ekki við rök að styðjast. Hjartasérfræðingurinn Dr. Michael Faulx skoðaði sannleiksgildi nokkurra fullyrðinga sem haldið hefur verið á lofti í gegnum tíðina hvað varðar blóðþrýsting og hjartslátt. Hér má finna hvað er rétt og hvað ekki í þessum efnum.

Í huga margra haldast hjartsláttur og blóðþrýstingur í hendur þar sem þetta bæði er yfirleitt skoðað til að athuga lífsmörk. Þegar þetta tvennt er mælt er aftur á móti verið að skoða tvo mismunandi hluti tengda hjartaheilsunni. Blóðþrýstingur er kraftur blóðsins sem flæðir að æðaveggjunum, en púlsinn er hversu oft hjartað slær á mínútu.

Michael Faulx hjartasérfræðingur hjá Cleveland Clinic útskýrir hér fyrir neðan hver munurinn á hjartslætti og blóðþrýstingi er og skoðar hvort ákveðnar sögusagnir þessu tengdar séu sannar eða ekki.

1.  Blóðþrýstingur og hjartsláttur haldast alltaf í hendur.

Ósatt: Það er rétt að hjartsláttur og blóðþrýstingur rís og fellur oft á sama tíma, segir Dr. Faulx. Þetta á til dæmis við þegar við erum í hættu, þá tekur bæði blóðþrýstingur og hjartsláttur stökk upp á við.

Aftur á móti, ef hjartslátturinn rís þá þýðir það ekki endilega að blóðþrýstingurinn geri það líka, eða öfugt. En ef þetta tvennt er algjörlega ótengt, þá getur aftur á móti verið um vandamál að ræða. Dr. Faulx segir að ef til dæmis blóðþrýstingurinn er stöðugt frekar hár, en hjartslátturinn eðlilegur, þá þarf líklega að skoða meðhöndlun við of háum blóðþrýstingi.

2. Það er einhver ein tala sem er „eðlileg“ fyrir hjartslátt og blóðþrýsting.

Ósatt: Það eru ákveðin viðmið, en það hvað er eðlilegt er mismunandi milli manneskja.

Ákjósanlegur blóðþrýstingur er yfirleitt talinn vera 120 mm HG (efri mörk, það er þrýstingurinn sem kemur þegar hjartað slær) og 80 mm Hg (neðri mörk, sem er þrýstingurinn þegar hjartað er í hvíld). Þegar hjartað er í hvíld þá er yfirleitt miðað við um 60 til 100 slög á mínútu. Samkvæmt Dr. Faulx þarf samt að hafa í huga að hjartsláttur og blóðþrýstingur er persónubundinn og því mikilvægt að finna út með sínum lækni hvaða grunnlína er eðlileg fyrir hvern og einn.

3. Það að vera „lágur“ í blóþrýstingi eða hjartslætti gefur alltaf til kynna að vandamál sé til staðar.

Ósatt: Það sem er hættulegt fyrir eina manneskju getur verið heilbrigt fyrir aðra. Til dæmis getur ung manneskja í góðu formi verið með hvíldarhjartslátt í kringum 50 eða jafnvel 40 og getur það verið merki um að viðkomandi sé í virkilega góðu formi, segir Dr. Faulx.

Lágur blóðþrýstingur getur aftur á móti verið snúinn, sérstaklega hjá eldra fólki og þeim sem eru með hjartasjúkdóm. Ef þú ert í hættu vegna of lágs blóðþrýstings þá mun líkaminn segja þér það. Dr. Faulx segir að það snúist í raun um hvernig þér líður, ef þér finnst þú slappur og veikburða þá getur það verið blóðþrýstingurinn. En tölurnar einar og sér segja ekki alla söguna, það þarf að skoða þær í samhengi við líðan og einkenni hjá viðkomandi.

4. Hár blóðþrýstingur eða hár hjartsláttur er líklegri til að vera hættulegur.

Satt: Hér má aftur taka fram að það er mismunandi milli manneskja hvað er „eðlilegt“. En Dr. Faulx segir að það séu nægar klínískar niðurstöður til sem benda til þess að ef blóðþrýstingur er jafnvel bara örlítið hærri en þitt venjulega meðaltal í einhvern tíma, þá hækkar hættan á hjartasjúkdómi og heilablóðfalli. Áhrif hás blóðþrýstings taka sinn toll á æðarnar.

Hækkaður hjartsláttur getur einnig verið merki um hættu, en hver orsök-afleiðing sambandið er í því samhengi er ekki skýrt. Dr. Faulx segir að rannsóknir sýni að fólk sem er almennt með hraðari hjartslátt sé líklegra til að hafa hjarta- og æðavandamál og deyja af völdum þeirra. Það er þó ekki vitað hvort það sé orsök vandans eða bara merki um að hjarta- og æðavandamál sé til staðar.

5. Það skiptir máli hvenær þú mælir blóðþrýsting og hjartslátt

Satt: Samkvæmt Dr. Faulx er ráðlagt að mæla þetta tvennt þegar þú ert í slökun. Það að mæla sig nokkrum sinnum yfir daginn getur einnig verið ráðlagt til að fá meðaltal af mælingunum. Það er ekki gott að mæla sig rétt eftir líkamsrækt, nema viðkomandi sé að leitast eftir að finna grunnlínu fyrir „virkan“ blóðþrýsting og hjartslátt.

Það hvor mælingin er mikilvægari fyrir þig fer eftir heilsu þinni. Fyrir sjúklinga með gáttatif þá er líklega mikilvægara að fylgjast með hjartslætti, en varðandi marga aðra hjartasjúkdóma getur verið mikilvægara að fylgjast með blóðþrýstingi. Til öryggis er best að fylgjast alltaf með hvoru tveggja.

Grein þýdd af síðu Cleveland Clinic.

Hanna María Guðbjartsdóttir

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

Að forðast byltu og koma í veg fyrir beinbrot

Að forðast byltu og koma í veg fyrir beinbrot

09.03.2017

Líkaminn þarf hreyfingu til að vaxa og dafna, hreyfing sem er fullnægt gegnum vinnu fer víða minnkandi, störf eru sérhæfðari og vélvæddari sem leiðir til meiri kyrrsetu. Hreyfingarleysi dregur úr vöðvastyrk og hætta er á að beinmassi minnki hraðar en ella sem aftur kallar á aukna hættu á beinbrotum ef fólk dettur. Aldraðir hafa ekki síður en yngra fólk not fyrir styrka vöðva og gott jafnvægi. Það er þekkt að aldraðir eiga auðvelt með að lenda í  vítahring minnkaðar hreyfingar vegna hræðslu við að detta. Í Noregi hefur skráning leitt í ljós að þeir sem eru eldri en 65 ára eru í meiri hættu á að verða fyrir slysi á heimili.

Margir þættir stuðla að byltum meðal aldraðra, oftast er um að ræða samverkandi þætti ellihrörnunar, sjúkdóma og lyfja. Hægt er að grípa til einfaldra ráða til að draga úr fallhættu með því að auka vöðvastyrk og liðleika, einnig með því að hagræða og fækka slysagildrum í heimahúsum.

Þungaberandi æfingar sem bæta gönguhraða, vöðvastyrk og jafnvægi eldra fólks geta dregið úr byltum um 25-30%. Gott er að bæta æfingum inn í daglega iðju, t.d. má nota stiga og ganga innanhúss til að ganga rösklega yfir veturinn þegar hálka og snjór er úti. Jafnvel má nota bílakjallara á þeim tímum sem umferð er lítil. Það er ekki verra að hafa göngufélaga til að spjalla við, en rannsóknir hafa sýnt að það viðheldur hæfni til að gera tvennt í einu.

Það er einnig mikilvægt að fyrirbyggja fall með því að fækka slysagildrum í heimahúsum. Algengar slysagildrur eru þrengsli og hindranir í gangvegum, lausar rafmagnssnúrur, teppakantar og mottur sem auðvelt er að hrasa um. Hál eða blaut gólf til dæmis á baðherbergi, þar getur stöm motta í sturtu eða baðkari ásamt handfangi auðveldlega komið í veg fyrir fall. Einnig getur verið kostur að hafa stól í sturtunni eða sæti í baðkarinu. Hægt er að hækka salerni með þar til gerðri salernisupphækkun til að auðveldara sé að standa á fætur. Sjúkratryggingar Íslands sjá um ráðgjöf og afgreiðslu hjálpartækja samkvæmt ákveðnum reglum.

Góð lýsing skiptir líka máli, og gott getur verið að hafa næturljós sem lýsir leiðina á baðherbergið. Mikilvægt er að standa rólega á fætur, en það á sérstaklega við um þá sem eiga á hættu blóðþrýstingsfall eða svima. Meiri hætta er á að detta þegar gengið er á sokkaleistunum en í skóm. Skipuleggið þannig að ekki þurfi að klifra upp á stól til að ná í hluti í hillu eða skáp. Hafa skal handrið við tröppur og allir ættu að nota mannbrodda á skó og stafi í hálku.

Samkvæmt rannsókn í Noregi, deyja fleiri þar af völdum slysa á heimili en í umferðinni. Með einföldum lausnum og hagræðingu má fyrirbyggja byltu og jafnvel brot, sem dregur úr kostnaði heilbrigðiskerfisins en fyrst og fremst kemur það í veg fyrir þjáningu og skert lífsgæði einstaklingsins sem á í hlut. Bætum lífsgæði, stundum hreyfingu og fyrirbyggjum byltur, bætum lífi við árin ekki bara árum við lífið.

 

Höf: Inga Jónsdóttir, iðjuþjálfi
Greinin birtist á visir.is 8.3.2017

Eru eldri borgarar gamlir nöldurseggir?

SIGURÐUR JÓNSSON SKRIFAR

Þjóðin er að eldast. Heilsufar er betra almennt séð hjá eldri borgurum. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að þetta sé eitt helsta vandamálið í huga sumra stjórnmálamanna. Þessi staðreynd eykur útgjöld ríkisins hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun og kallar á frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila svo eitthvað sé nefnt.

Þetta birtist mörgum eldri borgaranum þannig að þessi stóri hópur sé verulegt vandamál. Sé hreinlega baggi á þjóðfélaginu. Nú er það svo að margir eldri borgarar eru mjög virkir í þjóðfélaginu. Eru á fleygiferð alla daga við að aðstoða, t.d. að skutla barnabörnum í skólann, á íþróttaæfingar o.s.frv. Nú eða aðstoða á margan annan hátt.

Þetta gleymist oft í umræðunni. Það myndi örugglega hiksta þjóðfélagið ef þessi stóri hópur sem eldri borgarar eru tæki sig saman og legði niður þessa vinnu. Ráðamenn þjóðarinnar þurfa aðeins að hugsa þessi mál þegar þeir eru að ákveða kjör eldri borgara. Framlag eldri borgara til þjóðarbúsins til aðstoðar hefur ekki verið reiknað til fjár.

Sem betur fer er nú mikil uppbygging í þjóðfélaginu, sem kallar á vinnuafl. Stjórnmálamenn hafa hvatt til þess að eldri borgarar taki þátt í atvinnulífinu og taki að sér vinnu, t.d. í hlutastarfi. Allt er það gott og blessað. Ener það ekki ansi mikill tvískynningur að hvetja til atvinnuþátttöku, en hafa kerfið þannig að sáralítið sitji eftir í veski eldri borgarans. Frítekjumark er aðeins 25 þúsund á mánuði. Eftir það skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun. Það getur ekki verið glóra í því að eldri borgarar séu látnir greiða hátekjuskatt þótt þeir vinni sér inn nokkrar aukakrónur.

Ekki nóg að það standi á blaði
Nýja ríkisstjórnin segist ætla að hækka frítekjumarkið. Það er ekki nóg að það standi á blaði. Það verður að gerast strax. Það hljóta allir að sjá óréttlætið og þá verður að laga hlutina strax.

Margir hafa í gegnum tíðina verið að byggja upp sinn lífeyrissjóð. Þetta var eins og að leggja peningana sína í banka til að nota síðar. Það er því ósanngjarnt að ríkið skuli skerða þessa eign þótt fólk vinni sér inn nokkrar aukakrónur.

Eldri borgarar landsins eru um 40 þúsund og fer fjölgandi. Þetta er stór hópur sem á að standa saman og gera kröfur á sína sveitarstjórn, alþingismenn og ráðherra. Eldri borgarar hafa lagt grunninn að þessu góða þjóðfélagi sem við búum í. Það er ekki réttlátt að stór hópur eldri borgara þurfi að búa við kjör sem eru langt undir meðaltekjum launafólks.

Eldri borgarar. Stöndum saman í baráttunni fyrir sómasamlegum launum til eldri borgara. Stöndum saman til að berjast fyrir að ríkisvaldið hætti að skerða atvinnutekjur eldri borgara.

5 milljarðar sóttir til ríkisins fyrir aldraða með málsókn!

Málaferli gegn ríkinu eru í uppsiglingu vegna ólögmætrar skerðingar Tryggingastofnunar ( ríkisins)  á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóðði í janúar og febrúar á þessu ári.Þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á alþingi haustið 2016 féll niður heimild til skerðiingar á lífeyri þeirra aldraðra, sem fengu greiðslur úr lífeyrissjóði. Í stað þess að láta alþingi setja inn nýja heimild í lögin fyrir áramótin síðustu var farin sú leið að skerða lífeyri aldraðra án lagaheimildar. Það gerðist í tæpa tvo mánuði.

Í lok febrúar var heimild til skerðingar sett inn í lög um almannatryggingar á ný. Þá nam ólögmæta skerðingin orðið 5 milljörðum króna.Einhverjir stjórnarþingmenn sögðu á alþingi, að menn hefðu vitað,að umrædd skerðing ætti að vera í gildi.Þetta eru furðuleg ummæli.Í fyrsta lagi lýsa þau algerri óvirðingu við lagasetningu alþingis; nánast er sagt,að ekki skipti máli hvort lagatextinn sé réttur eða ekki. Í öðru lagi horfir umræddur þingmaður ( þingmenn) framhjá því, að eldri borgarar eru flestir andvígir umræddri skerðingu lífeyris og telja það himnasendingu, að heimild alþingis til slíkrar skerðingar falli niður.Stór hluti eldri borgara vill að skerðing tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða verði afnumin með öllu og bætur greiddar fyrir skerðingu fyrr ára.

Skorað á LEB að fara í mál við ríkið

Flokkur fólksins sendi Landssambandi eldri borgara bréf,áskorun um , að sambandið færi í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna í janúar og febrúar á þessi ári.Tilkynnti flokkurinn, að ef þetta yrði ekki gert innan 10 daga mundi flokkurinn sjálfur fara í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna.Málið stendur þá þannig, að annað hvort fer Landssamband eldri borgara  í mál við ríkið eða Flokkur fólksins  gerir það vegna þess máls, sem hér hefur verið gert að umtalsefni.

Ég tel þetta gott framtak hjá Flokki fólkisns. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að stefna eigi ríkinu vegna ólögmætu skerðinganna á lífeyri aldraðra í janúar og febrúar á þessu ári.En ekki á að láta þar við sitja.Einnig á að undirbúa mál á hendur ríkinu vegna stöðugra  fyrri skerðinga á lífeyri aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða.  En það var  lagt til í stjórn Félags eldrri borgara í Reykjavík. Safna þarf gögnum til staðfestingar því, að það hafi verið skilningur þeirra, sem stóðu að stofnun lífeyrissjóðanna og þeirra sem  fylgdust með því, að lífeyrissjóðirnirr hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar.Lítið er til af skriflegum staðfestingum á því,að svo hafi átt að vera og því  þarf að rita niður slíkar staðfestingar og það tekur nokkurn tíma. Nauðsynlegt er að fara í mál við ríkið vegna fyrri skerðinga til þess að fá þeim hnekkt og tryggja fullan rétt aldraðra.Stjórnvöld hver, sem þau eru, fást ekki til þess að afnema skerðingar án málsóknar.Það er mitt mat.

 

Björgvin Guðmundsson

Lífeyrisgreiðslur geta hækkað um 90 þúsund á mánuði.

Lífeyrisgreiðslur geta hækkað um 90 þúsund á mánuði

Rúmlega 32 þúsund einstaklingar 67 ára og eldri fengu greiddan lífeyri frá Tryggingastofnun um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun. Ekki fá allir eftirlaunaþegar lífeyrisgreiðslur frá TR. Rúmlega 500 einstaklingar sem orðnir eru 67 ára eru  með úrskurð um lífeyri en fá hann ekki því þeir eru of tekjuháir. Þeir fá ekki greiðslur samkvæmt núgildandi lögum  og ekki heldur samkvæmt nýju lögunum sem taka gildi um áramótin.  Þegar tölur yfir þá sem hækka þegar breytingar á lögum um almannatryggingar taka gildi kemur í ljós að lífeyrir rúmlega rúmlega 860 karla og kvenna með tekjur undir 300 þúsund krónum lækkar.  Samkvæmt upplýsingum frá TR er ein helsta skýringin á því  sú að margir í þessum hópi eru „búsetuskertir“ það er þeir hafa ekki búið nógu og lengi á Íslandi til að eiga fullan rétt á greiðslum frá TR. Ýmist er þetta fólk sem flutt hefur til landsins á efri árum eða Íslendingar sem bjuggu stóran hluta starfsævi sinnar í útlöndum.

 Taflan sýnir fjölda þeirra sem fá hækkun bóta og líka þá sem sæta lækkunum og þá sem standa í stað, skipt upp eftir tekjuflokkum.

Taflan sýnir fjölda þeirra sem fá hækkun bóta og líka þá sem sæta lækkunum og þá sem standa í stað, skipt upp eftir tekjuflokkum. (Tafla frá TR)

Langfjölmennasti hópurinn sem sætir skerðingu eru þeir sem eru með 400 þúsund eða meira á mánuði. Í þann hóp falla 3.500 lífeyrisþegar.  Helsta ástæða fyrir skerðingum þessa hóps er að samkvæmt nýju lögunum var afnuminn sú regla að lífeyrissjóðsgreiðslur skerði ekki grunnlífeyri en sú upphæð nemur 40 þúsund krónum á mánuði í dag. Þeir hinir sömu verða því af hálfri milljón króna á ári.

Mikill meirihluti 67 ára og eldri fær þó hækkanir þegar nýju lögin taka gildi en lífeyrisgreiðslur til rúmlega 28.600 einstaklinga hækka eða rétt tæplega 94 prósent þeirra sem fá lífeyri.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í blaði Sambands eldri sjálfstæðismanna að nýju lögin um almannatryggingar feli í sér mestu kjarabætur

Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson.

sem eldri borgar hafa fengið um árabil.  Hann tók dæmi um þrjá einstaklinga sem allir hækka við gildistöku laganna.

Í fyrsta dæminu er tekið dæmi af einstaklingi sem í dag er með 50 þúsund í lífeyrisgreiðslur á mánuði og jafn háa upphæð í aðrar tekjur. Greiðslur til hans hækka um ríflega 90 þúsund krónur á mánuði á næstu tveimur árum. Fara úr 167 þúsund krónum á mánuði í ríflega 237 þúsund á mánuði um næstu áramót. Seinni hækkunin kemur til framkvæmda 1. jan 2018 en þá hækka mánaðar greiðslurnar um 20 þúsund krónur og nema eftir það 257 þúsund krónum á mánuði.

Þá er tekið dæmi af einstaklingi sem er með 150 þúsund á mánuði í lífeyristekjur en engar aðrar tekjur. Hann fær nú 142 þúsund á mánuði, hann hækkar í 209 þúsund krónur um áramótin og í 229 þúsund krónur á mánuði 1. jan 2018. Alls nemur hækkunin 87 þúsund krónum á mánuði á tímabilinu.

Þriðja dæmið er svo af einstaklingi sem hefur engar lífeyrissjóðsgreiðslur. Hann fær á þessu ári 247 þúsund krónur á mánuði en hækkar í 280 þúsund krónur á mánuði um áramótin og  í 300 þúsund krónur á mánuði 1.jan 2018. Hækkunin á tímabilinu nemur 53 þúsund krónum á mánuði.

Í öllum þessum þremur dæmum er reiknað með að einstaklingurinn búi einn og fái heimilisuppbót.

Bjarni segir að efnisatriðum nýju laganna megi skipta niður í þrjá punkta. „Í fyrsta lagi verður kerfið einfaldara, sanngjarnara og réttlátara; í öðru lagi fara lágmarksréttindi upp í 300 þúsund krónur og í þriðja lagi verður lögleitt frítekjumark sem er mikið sanngirnismál.

Eldri borgarar greiða lífeyri sinn sjálfir!

Eldri borgarar greiða lífeyri sinn sjálfir!

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson skrifar

Umræðan á alþingi um lífeyrisþega er eins og eldri borgarar og öryrkjar séu mikil byrði á þjóðfélaginu.En samanburður við hin Norðurlöndin leiðir í ljós,að svo er ekki.Hér á landi eru lífeyrisþegar hlutfallslega færri en á hinum Norðurlöndunum.Lífeyrisþegar eru hér 22% af öllum íbúum landsins. En á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall miklu hærra eða sem hér segir:Noregur 29%,Danmörk 28%,Svíþjóð 29% og Finnland 32%.

Ef litið er á útgjöld hins opinbera til lífeyrisþega kemur í ljós,að þau eru langminnst hér á Norðurlöndunum öllum. Staðreyndirnar eru þessar: Ellilífeyrisþegar greiða sjálfir stærstan hluta lífeyris síns.75% af lífeyri eldri borgara kemur úr lífeyrissjóðunum,þ.e. frá þeim sjálfum. Þetta er m.ö.o. lífeyrir,sem eldri borgarar hafa safnað á langri starfsævi.Á hinum Norðurlöndunum er þessu öðru visi farið. Þar verður ríkið að greiða megnið af lífeyrinum.En samt stendur íslenska ríkið sig verst í samanburði við hin Norðurlöndin og greiðir hlutfallslega minnst til eldri borgara og öryrkja.Íslenskir stjórnmálamenn,sem halda um stjórnvölinn hér í dag eru ekki að standa sig. Þeir hafa fallið á prófinu.

Lífeyrir aldraðra og öryrkja á að vera skattfrjáls¨!

Lífeyrir aldraðra og öryrkja á að vera skattfrjáls¨!

Það er ekki aðeins,að ríkið skammti öldruðum og öryrkjum  mjög nauman lífeyri heldur tekur ríkið hluta af þessum lífeyri til baka í formi skatta.Með öðrum orðum: Ríkið lætur með annarri hendinni en tekur með hinni.

Af 300 þúsund króna lífeyri fyrir skatt hjá einhleypum  tekur ríkið 60 þúsund krónur til baka í formi skatta!Lífeyrir á að vera 300 þúsund kr fyrir skatt 2018.Og þeir lífeyrisþegar,sem hafa 50 þúsund eða 100 þúsund úr lifeyrissjóði á mánuði geta verið með 250 þús. eða 300 þúsund kr brúttotekjur í dag.En ríkið lætur greipar sópa í formi skatta og skerðinga.

Í Noregi er lífeyrir skattfrjáls og ég tel,að það eigi að vera eins hér.Ísland hefur efni á því eins Noregur.Það er kominn timi til,að Ísland búi vel að sínu lífeyrisfólki,bæði öldruðum  og öryrkjum.

Björgvin Guðmundsson

 
1 2 3 8